Rökkur - 01.10.1922, Side 53

Rökkur - 01.10.1922, Side 53
og vort líf sé leikur engi lifir ást, er þeygi dvín, smölum þar um völl og vengi vermi saga þín. Noregur! Eg ungur unni íslands móðurlandi, þér. Sögu þinna kappa eg kunni. Kotin þín og fiskiver, fjöllin háu’ og firðir bláir — fegri mynd ei sál mín á; hana ekkert mannlegt máir mér úr huga. Öll mín þrá eitt sinn var að eygja strendur öflgar þínar, barðar sjó, dali þína, ljósar lendur, lítil býli í sveitaró, vera glaður þar með glöðum, gleyma sorg og dreyma á ný: Ólaf kóng á Stiklastöðum, er starði ’ann eigin hug sinn í. Noregur! Þær óskir allar æskumannsins rættust þar. Enn þá samt, er sólu hallar sumarkvöldin, allt sem var eitt sinn kærast, enn mig laðar, allt það vildi eg lifa á ný, og minn hugur hendist hraðar horfir hvern þinn dalinn í. Aftur Þrændur Þrændalaga þrekna eg við kirkju sé, þar sem sæla sumardaga sá eg Noregs helgust vé, þar sem allir íslendinginn eins og bróður litu á, því í sálu mína eg syng inn sérhvert atvik, lifað þá. 53

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.