Rökkur - 01.10.1922, Page 61

Rökkur - 01.10.1922, Page 61
Mansöngur Ó, líttu mér í augu inn, þótt aðeins sé um stund og reyndu að kafa muna minn og mýkja hjartans und. Ó, líttu mér í augu inn, eg ann þér, barn mitt, heitt. Mín ást er heft, eg orð ei finn, mín önd er hrygg og þreytt. Þú lítur mér í augu inn, um ást þína ei eg spyr. Á veg minn geng og þú á þinn og þögn er nú sem fyrr. Á veg minn geng eg, þú á þinn, og það er dimmt um veg. Þú veizt að þú átt muna minn og muna þinn á eg. Svo förum bæði farna braut, þótt fáum samleið vart og mætum hverri þungri þraut með þreki og teflum djarft. 61

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.