Rökkur - 01.10.1922, Side 63

Rökkur - 01.10.1922, Side 63
auki — framfarir í búskap hafa verið geysimiklar heima. Skilyrðin hafa batnað. íbúðarhús úr steinsteypu hafa risið upp. Túnin hafa víða stækkað um helming og sumstaðar meira, vatn hefir verið leitt í bæi og peningshús og sveitabæir raflýstir víða. íslenzki bóndinn lifir frjálsu lífi. Hví skyldi hann skipta um? Myndi íslenzkum bændum líða betur í Kanada? Svo mikið betur, að skiptin borguðu sig? Nei. Þeim myndi ekki líða betur, er þeir hafa selt lönd sín og fé og yfirgefið ættland sitt, þegar þeir hafa setzt að hér og erfiði frumbýlingsáranna hér hefir dregið úr þeim síðustu mergleifarnar, þá — þó þeir verði ríkir að lokum, hefðu þeir farið á mis við það, sem betra er. Þeir hefðu farið á mis við og glatað tækifærum til þess að vinna landi sínu gagn. Sú er nefnilega önnur hlið málsins, og á þá hlið er ekki minnzt í Lögbergi. Ósjálfrátt dettur manni í hug, að greinarhöfundur, eins og margir hér vestra, líti á ísland og öll skilyrði heima eins og þau voru fyrir tuttugu — fjörutíu árum síðan, eða þegar þeir fluttu hingað vestur. Það væri ekki rétt að lá þeim, sem hingað eru komnir. En nú er öldin önnur. ísland er frjálst land. ísland á sinn eiginn fána. Hann blaktir á nýju steinsteypuhúsunum í sveitunum og nýju íslenzku skipunum, sem rista hafið heimsálfa milli. íslend- ingar unna unga fánanum sínum. Hann hefir vakið þá til með- vitundar um, að þeir eigi að starfa fyrir sitt eigið land. Framtíð íslands er knýtt við fánann. Fáninn er hvöt til þess að vinna fyrir ísland, tákn, framtíðartákn, framtíðar, er að vísu mun verða erfið, en björt og fögur, ef menn hvika ekki undan merki. íslenzki bónd- inn mun ekki draga niður fánann sinn og flytja til annarrar heims- álfu, til þess eins, að geta auðgazt veraldlegum auðæfum undir erlendum fána. — Hver er tilgangur greinarhöfundar? Vér getum eigi séð að hann hafi skrifað þessa grein sína til þess að vinna íslandi gagn. ísland þarfnast starfskrafta sinna eigin sona. Allra þeirra. Og þetta yrði vafasamur gróði íslenzkum bændum. Vafasamur materialistiskur gróði. Andlegi gróðinn yrði enginn. Á þá hliðina yrði stórtap. Ein- hverjar hljóta orsakir greinarhöfundarins að vera. Greinarhöfund- urinn hefir kannske fundið til þarfarinnar á að fá „nýtt blóð“ að heiman, til þess að varna því, að það, sem íslenzkt er hér, deyi út. Sé þessi tilgáta röng, getur hann mótmælt henni. Væri þetta rétt stefna til þess að varðveita það, sem íslenzkt er? Nei. Því hún get- ur aðeins unnið íslandi ógagn. 63

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.