Rökkur - 01.10.1922, Page 65

Rökkur - 01.10.1922, Page 65
allt land, sem ynnu á móti Ameríkuferðum — og greiða götu þeirra, sem vilja vera heima, en eiga þar erfitt. — Ég man eftir því fyrir nokkrum árum, er ég var á ferð í Svíþjóð, að ég var staddur á járnbrautarstöð. í biðsalnum varð mér litið á auglýsingu, sem náði svo að segja frá lofti til gólfs. Það var mynd af stóru eimskipi, hafskipi, Vesturheimsfari. Og þar var letrað stórum stöfum: „Farið ekki til Ameríku. En ef og þó þér hafið ákveðið að fara, finnið oss að máli áður, og vér viljum greiða götu yðar, gera vort ítrasta til þess að útvega yður vinnu, húsbyggingarlán eða búskapar- lán, eftir því sem á stendur. Hlutverk félags vors er að stuðla að því, að þér verðið kyrr heima, hjálpa yður til þess að verða kyrr og hamingjusamur heima.“ — Svíar gera þetta ekki vegna þess, að þeir hati Ameríku. Langt í frá. En Svíþjóð þarfnast starfskrafta sinna eigin sona og dætra. Og svo er um ísland. Því verður hver sá maður, er stuðlar að innflutn- ingi Islendinga í önnur iönd, að svara þessari spurningu: Ann ég meira mínu eigin landi eða hinu landinu? Unni hann íslandi meira en Kanada, getur hann eigi varið gerðir sínar, ef hann hvet- ur íslenzka bændur til þess að setjast að í Kanada. Vinni hann aðeins fyrir Kanda, ætti hann að kasta íslendings- hamnum. Þegar um svona mál er að ræða, er annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Þeir íslendingar, sem eru góðir kanadískir borgarar og vilja vera góðir íslendingar jafnframt, geta eigi sóma síns vegna stuðlað að því, að íslenzkir bændur flytji til Kanada nú. Hinir verða að — hrökkva eða stökkva. Viðbœtir: — Síðan grein þessi var skrifuð, og önnur grein, er fór í sömu átt, og send var blaði heima (skrifuð um mánaðamótin júlí-ágúst), hefir verið skrifað á móti Lögbergsgreinunum (Heims- kringla 23. ágúst). Er það vel, ef sem flestir góðir íslendingar vildu hjálpa til þess að kyrkja ginningartilraunir Lögbergshöfundarins í fæðingunni. Útg. Rökkurs vill þó ekki enn sem komið er gera ráð fyrir öðru, en að höf. Lögbergsgreinanna „vilji vel“, þó hann hafi tekið al-ranga stefnu, og þrátt fyrir það, að líkurnar bendi á, að greinarnar séu ekkert annað en „feeler“ fyrir stjórnina. — Skorum vér á höfundinn að kasta hamnum og kveða niður draug sinn. Rökkur, 1922. 65 5

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.