Rökkur - 01.10.1922, Page 67

Rökkur - 01.10.1922, Page 67
amerískum skáldskaparritum og amerísku fólki; skáldkonu, sem ann öllu því, sem gott er og göfugt með hverri þjóð. Hún fer vestur um haf, sem fyrr segir, til Bandaríkjanna, og er hún með sínu glögga gests auga fer að skyggnast inn í líf þjóðarinnar eða þjóða- brotanna, fer hrollur um sál hennar. Og með dirfsku sjálfstæðrar sálar segir hún hiklaust, hvað í brjósti býr. Hún getur þess fyrst, að í Evrópu, um þessar mundir, sé stríðinu kennt um allt, sem miður fer. Og hún spyr, og það er efi í spurn- ingunni, hvort það sé hægt að kenna stríðinu um þá breytingu, sem orðið hefir á hugsanalífi og lifnaðarháttum amerískra kvenna; en þær, sem kunnugt er, stóðu ekki augliti til auglitis við hörmungar stríðsins, eins og hinar evrópsku systur þeirra. Og skömmu eftir að hún stígur fæti á land, eða undra fljótt, verður hún vör við óánægju og óeirni meðal amerísku kvenþjóðarinnar, yngri kynslóðarinnar, af öllum stéttum. Ekkert virðist veita þeim yndi lengur en stund úr degi. Og hún verður alls staðar vör við villta löngun til skemmt- ana, skemmtana, óhollra skemmtana! Til þess er tíminn notaður, stundir þeirra, sem ekki þurfa eða ekki vinna af öðrum ástæðum, og frístundir þeirra, sem verða að vinna. Hún verður ekki þess vör, að neinn tími sé aflögu til þess að auðga andann. Gömlu hugmynd- irnar um ást og tryggð eru horfnar. Um skyldur er lítt hugsað. Öllu slíku hefir verið „hent fyrir borð.“ Og hún vitnar í orð frægs kvenmyndhöggvara, sem segir við hana: „Þetta er öld líkamsdýrkunar. Allt snýst um líkamann, allar hugsanir. Um þarfir líkamans, um að „fegra“ líkamann. En sálinni er gleymt.“ Og hún vitnar í orð annarrar listakonu: „Konur þær, sem ég kemst í kynni við, eru jarðbundnar. Ég get ekki verið bjartsýn, þegar ég hugsa um framtíð þjóðar minnar, er ég hugsa um nútíðarstúlkur, framtíðarmæður þjóðarinnar.“ Elinor Glyn minnist á þær konur, sem nú eru af æskuskeiði. Og hún bendir þeim á þetta nýja tímans „Mene Tekel“, sem svo skýrt er á vegginn skrifað. Hún segir hiklaust, að siðferðisástandið sé á eins lágu stigi og hugsazt getur og vill láta rannsaka hlutina frá rótum, frá sálfræðislegu sjónarmiði. Það, sem einkenni ungu kven-kynslóðina, segir hún vera: Óhófleg sjálfselska. Engin sjálfs- afneitun. Engin virðing fyrir því, sem virða ber. Engin virðing fyrir trúarskoðunum, fyrir bókmenntum, göfugum hugsjónum. Eng- in virðing fyrir föður og móður, sem séu álitin mannlegar vélar, er láti í té peninga. Að um heiður sé lítt hugsað, orð og eiðar séu 67

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.