Rökkur - 01.10.1922, Síða 70
um síðir. Því sé ærlegur blóðdropi eftir, einhver snefill móður-
löngunar, þá muni þær vakna í andlegum skilningi og finna þann
sannleik, að ást og sjálfsafneitun framleiða hamingju, þá einu og
sönnu hamingju.
Þetta er aðeins stuttur úrdráttur og ekki á líkt því allt minnzt.
En því mun enginn hugsandi maður neita, a. m. k. enginn, er til
þekkir, að hún hefir ekki skrifað grein þessa að ástæðulausu.
Menn, sem þora að kannast við sannleikann, geta ekki neitað
sannleiksgildi margs eða flests í grein skáldkonunnar, þótt allur
sannleikurinn sé kannske ekki sagður. Undantekningarnar eru svo
margar, en á þeim ber svo lítið. En svo þarf ekki nema einn gikk
í hverja veiðistöð. Mér verður það að hugsa til þeirra amerískra
stúlkna, sem ég hefi kynnzt utan New Yorkborgar. Ég hefi þekkt
sæg þeirra, unnið í verksmiðjum, þar sem þær hafa unnið, og þar
af leiðandi kynnzt þeim, kynnzt fjölda af ungu fólki af báðum
kynjunum. Og ekki eingöngu verksmiðjufólki, heldur og skóla-
fólki. Og því verður ekki neitað, að ást á fögrum skáldskap er lítil,
að það er bókmenntahratið, sem sótzt er eftir. En ég þori að full-
yrða, að siðferði þess fólks, er ég hefi kynnzt, er engu síðra en
víðast hvar annars staðar, þó meðfætt æskufjör þess sé margfalt meira
en t. d. heima á Fróni.
Kynntist skáldkonan aðeins stórborgastúlkunum? Gleymdi hún
öllum hinum? Eiga sveitastúlkurnar svo harðan dóm skilið? Og
jafnvel smábæjastúlkurnar? Tæplega. En eftiröpunartilhneigingin
er einmitt ríkust þar. Og það mun margur hugsandi maður mæla,
að þörf sé farin að verða á, að stemma stigu fyrir þau áhrif, sem
stórbæjalífið hefir á sálir manna, að stórborgaspillingin verði ekki
látin grípa allt of mikið um sig, að hún verði ekki látin breiðast
út um löndin.
Því var kannske betur farið en heima setið.
Karlmennirnir Mammons-þrælar!
Konurnar nautnasjúkar, jarðbundnar!
Harður dómur!
En upp úr allri eymd, allri spillingu, nautnafullnægingu, trú-
leysi, svikum, samvizkuleysi, vaknar þráin, vex þráin til hins göfuga
og góða.
Eins og Guð verði að knýja mannssálirnar niður í duftið til þess
svo að geta dregið þær að sér.
Rökkur, 1922.
70