Rökkur - 01.10.1922, Page 72

Rökkur - 01.10.1922, Page 72
Fjarað er að Feigðarskeri, fellur að senn. „Gættu mín, Guð minn, enn!“ Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, ferleg kvikan gín. „Guð minn, gættu mín!“ Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, fann hún rétta leið. Nú var hennar gata greið. En margt var í hömrunum á hleri. Farir þú um fjörurnar að Feigðarskeri, mundu það, að mörg er kvikan, myrk og geigleg feigðarblikan. Farir þú um fjörurnar að Feigðarskeri, gleym ei því, að Guðs í hendi ganga þín er lífs að endi. ’16 Yfir skerjum skuggar hanga, skefur fjörðinn út’ í mynni. Nú ei get ég unað inni, óveðrið er þráði eg langa daga er að dynja á. Óveður er öll mín þrá. 72

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.