Rökkur - 01.10.1922, Side 73

Rökkur - 01.10.1922, Side 73
Heimþrá íslands nöktu klettar, brimi barðir, biðin finnst mér nú sem eilífð löng. Þar sem vetrarstormar hýða harðir hæstu fjöll og vík og klettagöng dvelur sál mín, landið kalda kyssir, kemur þar, sem aldan brotnar, fyssir, út hjá skerjum, skýzt með haustsins vindum, skoðar allt frá sæ að efstu tindum. íslands nöktu klettar, sál mín situr sorgum í, því biðin er svo löng. — Hvar sést hér sá rauði logalitur, er lék um Snæfell, þegar aldan söng? Fyrirfinnst ei. Aðeins heima, heima hugsa eg mig. Þar vil eg vaka, dreyma faðm þinn viður, móðir, ævi alla. ísland, stormar þínir heim mig kalla. (Pittsfield ’21) Stökur Fyrsta ástin, heit og hrein, ef hrakin er — eftir situr sorgin ein í sálu þér. Stundir, dagar, æviár eigra á burt. Eitt sinn vakin sorgin sár sezt um kjurt. 73

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.