Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 74

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 74
Forlög Eftir Obren Savetovitch. (Obren Savetovitch er kjörnafn serbneskrar stúlku, Annie Christitch. Hún er fædd í Serbíu og faðir hennar var þar forsætisráðherra í allmörg ár, en hún hefir dvalið langdvölum i Englandi og víðar og tók próf við háskólann í Lundúnum. Hún hefir verið fréttaritari fyrir mörg ensk blöð og tók þátt í margs konar líknarstarfsemi meðan á stríðinu stóð (1914—1918). Veturinn 1922 fór hún í fyrirlestraför um Bandaríkin. — „World Fiction" I., 6). Simun Vuitch hafði ekki augastað á neinni sérstakri stúlku, unz flökkustúlka nokkur, er Shusha var kölluð, vakti athygli hans á Lenku, en Lenka var dóttir svínahirðis föður hans. Þetta var á vashardegi (þorpsmarkaðsdegi) og hönd hans hvíldi í horaðri hönd Shushu, er spáði um forlög fólks, svo sem títt er um konur af hennar sauðahúsi. Og umhverfis þau þyrptust allir piltar og stúlkur þorps- ins, til þess að heyra hverju Shusha myndi spá ríkasta brúðguma- efni þorpsins. „Þessi hæfir þér“, sagði hún við einhverja stúlkuna um leið og hún kinkaði kolli og benti á einhvern piltinn. „Og þessi þér og þessi þér,“ sagði hún og benti á hvern skrautklæddan piltinn af öðrum. „En þetta eru forlög þín,“ sagði hún við Simun, um leið og hún benti á Lenku, sem hrökk aftur á bak, eigi síður hissa en Simun sjálfur. Þetta var í gamla daga, fyrir áratugum síðan, þegar nöfn Simunar og Lenku voru samtengd, hálft í hvoru í gamni og hálft í hvoru í alvöru; þegar þau stóðu kippkorn hvort frá öðru í þyrpingunni og litu sitt í hvora átt (augljóst merki alvarlegrar ástar í Serbíu); þegar Lenka þaut niður fjallstíginn, sem lá samhliða götuslóða þeim, er Simun valdi á heimgöngu; þegar Simun, að störfum loknum í þorpinu gekk um úti, í þessa átt og hina, en þannig þó, að hann smám saman færðist nær brunninum, þar sem hún beið. Og þar sat hann um hana eins og haukur um bráð. Þarna sat hún. Krukkan var fyllt. Sólin skein á bandprjónana hennar og höfuð hennar smá- beygðist niður yfir prjónlesið, unz hann — kom og fór í þögn. Einu sinni komst hann eða áræddi nógu nálægt til þess að kasta 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.