Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 76
pilt, ríkasta piltinn í þorpinu. Og hún hugsaði um, hvort það gæti
hugsazt, að spádómur Shushu myndi rætast. Hún trúði því sjálf, á
kvöldin, þegar hún opnaði silkiklútinn, sem hún hafði borið á
brjóstinu guðslangan daginn og horfði á blöð visinnar rósar, sem
eitt sinn hafði verið kastað í kjöltu hennar.
— Um það leyti þroskaðist söngrödd hennar dásamlega. Hún
söng í kirkjunni á hverjum sunnudegi og hennar var saknað, kæmi
það fyrir, að hún sækti eigi tíðir. Og Simun var raddmaður góður,
rödd hans var djúp og hrein og sterk. í raun og veru var kirkju-
söngurinn oft tvísöngur — Simunar og Lenku. Og það var sam-
ræmi, þróttur og fegurð í söng þeirra. Fólk fór jafnvel að koma
frá Sabac til þess að hlusta á þau.
Og sunnudag nokkurn hreifst sál Simunar svo hátt frá verzlegum
hugsunum, að hann gleymdi öllu um tólf ekra bújörð, hlöðu með
þaki, sjö kúm og tylft svína og miklu erfðagózi — og mundi aðeins
sönginn og að blóð Vuitchanna rann í æðum hans.
„Faðir!“ sagði hann. „Heyrðirðu hana syngja?“
„Nei. Og stúlkur ættu ekki að syngja í kirkjunni. Slíkt og því-
líkt gerðist aldrei í ungdæmi mínu.“
Samt sem áður — Simun þraukaði, þó Panto og Gligory báðir
töluðu við nágranna sína um hann Simun sem tilvonandi tengdason.
Og þá — skyndilega — kapítulaskipti.
Bumbur, er enginn hafði snert árum saman, voru barðar á ný.
Herör var skorin upp. Her safnað í stríð á móti Búlgörum. Simun
neitaði að nota sér undanþáguleyfi, sem hann hefði getað af því
hann var einkasonur, og fór með félögum sínum. Hann kom aftur
með heiðurspening og brotinn handlegg. Og faðir hans tók hann
í fang sér og kyssti hann á ennið, í fyrsta og eina skiptið á ævinni.
Og Simun varð þess var, að varir gamla mannsins skulfu. —
Og daginn, er armur hans var alheill orðinn og spelkunum hafði
verið kastað í eldinn, mælti faðir hans:
„Um frekari bið getur nú ekki verið að ræða. Þú átt hamingju
skilið. Á morgun, þegar vashar er um garð gengið, skulum við
ganga á fund Pantos og biðja elztu dóttur hans þér til handa.“
Simun, sem hafði unnið heiðurspening fyrir að þjóta inn í þyrp-
ing óvinahermanna og vega risavaxinn undirforingja, drap höfði.
Hann hafði ekki litið Lenku langa lengi. Hann hafði ekki kvatt
hana áður en hann fór í stríðið og ekki litið hana síðan hann kom
heim aftur.
76