Rökkur - 01.10.1922, Síða 77

Rökkur - 01.10.1922, Síða 77
— Meðan á vashar stóð dansaði hann sem trylltur. Og er þjóð- dans var stiginn, var hann í námunda við dætur Pantos og Gligorys og peningahálsfestar þeirra köstuðust upp og niður svo small í. Og það æsti taugar Simunar og hann dansaði enn óðlegar. Og þegar keðjan í dansleiknum var saman vafin, stóð hann augliti til auglitis við Lenku. Þeir, sem næstir stóðu, horfðu á. Hryggð, djúp hryggð skein úr andliti Lenku. En Simun hló og söng til þess að dylja geðshræring sína og dansaði áfram, en hvert sem hann leit, sá hann náfölt andlitið hennar Lenku, tinnudökku augun hennar stara á sig. — Og þetta kvöld safnaði hann öllu sínu hugrekki og mælti við föður sinn: „Faðir. Ertu forlagatrúar?“ „Vissulega,“ var þrálegt svarið. „Faðir. Þú þekkir Shushu spákonu?“ „Hver þekkir ekki argasta þjóf og mesta lygara í landinu? Nefndu hana ekki í áheyrn heiðvirðs fólks.“ Simun var orðlaus. En er hann dró skó af fótum sér í myrkrinu, kom yfir hann óhemju reiðikast og hann öskraði til föður síns: „Ég giftist aldrei dóttur Pantos. Um dóttur Gligorys hefi ég hugsað.“ Þessi seinasta sjálfstæðistilraun mætti engri mótspyrnu. Og Simun dró ábreiðuna yfir höfuð sér og grét unz dagur var á lofti. — Kvöld næsta dags kom, og er rökkrið hafði lagzt yfir landið, gekk Lenka kjökrandi um skóginn. Og hún gekk að kofadyrum flökku- konunnar og sagði: „Shusha. Hví vekur þú tálvonir?" „Ég vek aldrei tálvonir.“ „En hann var annarri heitinn í dag.“ „Ég sagði aldrei, að þú yrðir konan hans, ég sagði, að þú værir forlög hans. Ég get lesið forlög manna í stjörnunum, en ég get ekki útskýrt þau.“ Lenka gleymdi ekki. Mörgum árum seinna giftist hún þó. Álit almennings var, að hún gæti ekki búið ein eftir dauða föður síns. í þrjátíu ár var hún enn fjarlægari hinum ríku Vuitchaniðjum en hún hafði verið, þegar hún var ung stúlka. Simun var dugnaðarmaður og tvöfaldaði auð föður síns. Og hann erfði mylnu Gligorys. Eiginmaður Lenku var veiklaður og dó eftir fá hjúskaparár. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.