Rökkur - 01.10.1922, Síða 88

Rökkur - 01.10.1922, Síða 88
sál mín sveimaði í kringum þig, því ég las í augunum þínum bláu, að sál þín þráði sál mína.“ En er hann hafði mælt þetta, féll hún að barmi hans, því hún unni honum. Og þau undu saman, unz roða tók af skýjum á austur- loftinu. Þá hvarf hann á braut. — En hún gekk heim og bauð foreldrum sínum góðan daginn. Og þau litu í augu hennar, en hún leit undan og tár féllu af augum hennar. Og faðir hennar og móðir litu í augu hvors annars og það skein skelfing og ótti úr þeim, er þau heyrðu hvíslað þúsund röddum, eklti: ást, ást, ást, heldur: ást og blóð, ást og blóð! Og engar rósir spruttu við fætur þeirra. Og þau grétu og hvert tár þeirra var blóðdropi. — Þá leit faðir Sunnu á hana hrærður og mælti: „Hví líturðu niður, barnið mitt, er við lítum þig ástaraugum?“ Og Sunna tók til máls og sagði: „Þið eigið ekki ást mína lengur.“ Og þá er hún hafði mælt þetta, grét hún og gekk niður að firð- inum. Hún gekk þar um daga og sat þar um nætur. En þá er liðið var ár frá þeirri stund, er hún sagði við foreldra sína: „Þið eigið ekki ást mína lengur,“ gekk hún niður að firðinum. Og hún settist á hamarinn og beið þess að sólin hnigi til viðar og nóttin kæmi, Jónsmessunóttin. Og er nóttin var komin, kom sá, er hún unni, til hennar. Og hann söng fyrir hana um hafið, og hún sagði honum ævintýri um lítinn dreng, með ljósgult hár og hafblá augu, sem lá í vöggunni sinni og hló. — En faðir hennar, sem var reiður yfir að vera rændur ást dóttur sinnar, hafði farið í humáttina á eftir henni. Og hann óð að ung- lingnum og mælti: „Leita á brott, svikari, sem hefir kuúð fram blóðug tár og hellt banvænu eitri í bikar rósanna.“ Og hann laust unglinginn, sem brá sér í selslíki og svam út á fjörðinn. En úr auga hans rann blóðið viðstöðulaust og litaði sjó- inn. Og faðir Sunnu geltk heim á leið. Hann byrgði andlitið í höndum sínum, því hann vissi, að hann var feigur. Og hendur hans urðu blóðugar af tárunum. — En er dagarnir liðu, sótti á hann óyndi. Hann hratt báti á flot og reri út á fjörðinn. Sunna stóð á hamrinum. Hann kyssti á fingur sér til hennar, 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.