Rökkur - 01.10.1922, Page 90
og sorgin bjó mér voða og fór,
er horfa verð eg á, að hún góða móðir mín
mædd og kvíðin sitji og vefi í líkklæðin sín.
Leitar þá mín sál að sjó
og sveimar þar um nætur,
en sveinninn minn grætur,
en sveinninn litli sárt í vöggu grætur.
Svona var það árið allt,
árið sem leið.
Eg var mædd af kvíða
og mér var svo kalt,
unz maísólin hlý og heið
heiðar og haf,
er hafaldan svaf,
færði í gylltan feld og fagurbláan.
í skikkjunni þeirri, er glóey gaf
græði, þegar vært hann svaf,
gaman var að sjá hann,
reifðan gulli rauðu fagurbláan.
Og loksins kom dagurinn, er dreymt eg hafði mest
og dagurinn sá er liðinn, því nú er eygló sezt.
Ó, komdu nú, vinurinn minn kæri,
komdu og syngdu, gígjuna eg hræri.
Komdu nú og kysstu mig,
kysstu burt mín tár,
þú hefir ekki, karl minn, kysst
konuna þína í ár.
Henni hefir þrá og þreyta
þjakað árlangt,
því alltaf vildu augun leita
út á sjó langt.
Eirðarlaus það ár hún var,
allar bar hún sorgirnar
í leyni.
Hugurinn var hjá hafsins ungum sveini.
Svo í kvöld, er sólin loksins sigin var í mar,
sorgum mædd á reiki hér við fjörðinn
ein eg var.
Allar stjörnur himinsins
90