Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 15
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 1514 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
Blaðið skýrskotar strax í upphafi til fag og
stéttar vitundar. Til dæmis er á fyrstu árum birtur
nafna listi yfir þær ljósmæður sem greitt hafa félags
gjöld sem og þær sem greitt hafa fyrir blaðið.
Þá er sterk krafa um bætt kjör, enda var það ein
helsta kveikjan að stofnun félagsins. Í blaðinu eru
fluttar fréttir af starf semi félagsins og þróun fagsins
á hinum Norður löndunum borin saman við okkar
nám og starfsvið. Krafan um aukna menntun er skýr
og sömuleiðis er kallað eftir aukinni endur menntun
fyrir eldri ljósmæður. Oft voru læknar og lækna
nemar höfundar að fræðslugreinum sem ýmist voru
frum samdar eða þýddar. Dæmi um titla frá fyrstu
ár göngum blaðsins eru: Brjóstabörn og pela börn,
Betra er heilt en vel gróið, Blóðlát um og eftir tíða
lokin, Heilsufar og matarhæfi kvenna um með
göngu tímann, Nokkrar hugleiðingar um lögmál og
gang eðlilegrar fæðingar, Hvað þarf ljósmóðir að vita
um grindar hols mein semdir, Um meðferð sitjanda
fæðingar, Fimmburarnir frægu frá Ontario, Um
fóstur eyðingar, Eftirlit með vanfærum konum og
börnum á fyrsta ári og Hvenær á ljósmóðir að leita
læknis aðstoðar í fæðingu?
Árið 1928 tók Jóhanna Laufey Friðriksdóttir,
fyrsta yfirljósmóðir Fæðingardeildar Landspítalans
við ritstjórn blaðsins. Hún kvartar sáran yfir því í lok
fjórða áratugarins hve sjaldan „nokkurt orð eða efni“
berist frá stéttarsystrum sínum í Ljósmæðrablaðið.
Greinaskrif hafa eflaust vaxið þeim í augum eins og
fleiri kynsystrum þeirra á fyrstu áratugum liðinnar
aldar. Í minningarorðum í Ljósmæðrablaðinu 1956
segir Jóhanna Friðriksdóttir til dæmis um Þórdísi
Carlquist: Vel kunni hún að koma fyrir sig orði og hreyf
menn mjög með frásagnargleði sinni, má vera að í henni
hafi búið allmikil skáldskapargáfa, þó þess hafi ekki gætt
á pappírnum.
Til gamans má geta þess að allar þær ljósmæður
sem unnu að stofnun Ljósmæðrablaðsins voru sæmdar
fálkaorðunni, æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið
veitir: Þórunn Á. Björnsdóttir (1859–1935) árið
1922, Þuríður Bárðardóttir (1877–1955) árið 1938,
Þórdís Elín Jónsdóttir Carlquist (1879–1956) árið
1940 og Jóhanna Laufey Friðriksdóttir (1889–1962)
árið 1944.
Jó
ha
nn
a
Fr
ið
rik
sd
ót
tir
, r
its
tjó
ri
Lj
ós
m
æ
ðr
ab
la
ðs
in
s
fr
á
19
28
-1
9
6
1.
Endurtekin auglýsing í Ljósmæðrablaðinu á 3. og 4.
áratug 20. aldar.
Ritstjórar hringborðsins
Í tilefni af þessum merku tímamótum í sögu Ljós
mæðra blaðsins ákváðum við (tilvonandi ritstjórar) að
bjóða ritstjórum síðustu ára til hringborðsumræðna.
Mættar voru Ólafía M. Guðmundsdóttir, ritstjóri frá
20012003, Valgerður Lísa Sigurðardóttir, ritstjóri
frá 20042007, Hrafnhildur Ólafsdóttir, ritstjóri frá
20102016 og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ritstjóri frá
2017 til 2022.
Við byrjuðum á því að spyrja þær hvað hafi ein
kennt þann tíma sem þær gegndu ritstjórastarfinu
og hvað hafi verið þeim minnisstæðast.
ólafía Ég byrjaði sem ritstjóri árið 2001 og það má
kannski segja að við það hafi ég kynnst starfi
félagsins vel. Þegar Ástþóra hætti sem for maður
ákvað ég að gefa kost á mér í það em bætti en
náði ekki að losa mig við blaðið. Þarna var ný búið
að flytja ljós mæðra námið yfir í há skólann og
ég fékk Ólöfu Ástu með mér í rit stjórnina til að
styrkja þennan fræðilega grunn. Helga Gott-
freðs dóttir kom svo seinna inn í þetta líka en
fyrsta ritrýnda greinin sem birtist í blaðinu árið
2001 var einmitt eftir hana og var um viðhorf
kvenna til mæðraverndar.
Á þessum árum var sterk umræða í Ljósmæðrablaðinu
um vaxandi áhyggjur af tæknivæðingu og hraða í
fæðingum. Í einum af ritstjórnarpistlum Ólafíu segir:
„Nú á dögum eru kröfurnar um að allt gerist á ljóshraða
of háværar til að við náum að fylgja þeim eftir. Eðli
starfs okkar samrýmist ekki þessu hugtaki – ljóshraði. Við
þurfum að finna mótvægi við þetta hugtak, til dæmis
mætti nota orðið ljósmóðurhraði.“ Þá er áhugavert að
lesa það sem hún skrifar á þessum tíma um vinnu
tímann, hún segist vera orðin langeyg eftir styttri
vinnuviku fyrir vaktavinnufólk, eftir 25 ára reynslu.
ólafía Já, ég byrjað snemma að tala um þetta með
vaktirnar. Þetta var líka mín persónuleg reynsla.
Ég var einstæð móðir í 100 prósent vaktavinnu
og það var náttúru lega bara ekkert venjulegt.
Í mínu tilfelli hafði ég góða hjálp, verandi í tún-
fætinum hjá foreldrum og systur minni. En þetta
tók 20 ár. Og þetta með hraðann, á það ekki enn
við? Ég var búin að gleyma þessu, þarna hef ég
greinilega dottið í gírinn.
Þá er eftirtektarvert að á þessum árum var raun veru
legur ótti um félagið okkar; að það myndi hrein lega
lognast út af eða renna saman við félag hjúkrunar
fræðinga. Árið 2000 skrifar Dagný Zoega þáverandi
ritstjóri í pistli sínum: „En það er alvarlegra með
fé lagið okkar. Í það vantar ljósmæður og ef áfram
heldur sem horfir blasir við að Ljósmæðrafélagið hverfi
í sam einingu við Hjúkrunarfélag Íslands. Það er sorg
legra en tárum taki að eitt elsta stéttarfélag landsins
þurfi að berjast svo fyrir tilveru sinni. Kannski er líkt
á komið með Ljósmæðrafélaginu og öðrum öldruðum
þegnum landsins – stefnan virðist vera sú að þegar þeir
eru búnir að vinna fyrir okkur mega þeir bara … það
sem úti frýs. Til að finna sig í Ljósmæðrafélaginu er
nauðsynlegt að vera Ljósmóðir – ekki einungis vinna
við ljósmóðurstörf.“
ólöf ásta Þetta átti sér langan aðdraganda, eða frá
því árið 1982 þegar forkrafa fyrir ljósmæðranám
varð hjúkrunarpróf og hjúkrunarfræðingar voru
ekki allir áfjáðir í að skipta um félag. Það var líka
þetta með einkahugsunina, að fá kannski meira
út úr því að vera í hjúkrunarfélaginu.
ólafía Það skipti líka máli að við vorum í BSRB, fyrir
suma hjúkrunarfræðinga var það mikilvægt. Og
svo var um ræða um að félagsgjöldin væru of há.
Maður þarf auðvitað að leggja meira á sig í litlu
félagi.
valgerður Ég man að Ástþóra, sem var formaður
þegar við í fyrsta árgangi ljósmæðra úr há-
skólanum út skrif uðumst, hún bauð okkur
nemunum heim til sín. Þetta var mjög hátíð legt
og við fengum ljósmæðra tal og ljósmæðra pípu.
Þarna var verið að vinna í því að fá okkur í félagið.
ólöf ásta Maður heyrir þessar vangaveltur helst
í kjarabaráttu. Hvort við séum of fáar, hvort það
sé grundvöllur fyrir blaðaútgáfu, hvort það eigi
ekki að stefna að rafrænni útgáfu eingöngu. En
í heildina séð eru allir sammála því að halda
þessu félagi gangandi þótt það sé svolítið mál
og við fáar.
Valgerður Lísa, Ólöf Ásta, Rut, Ólafía og Hrafnhildur
við hringborðið, Steinunn tók myndina.