Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 78

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 78
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 7978 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 nemaverkefni Konur með háan BMI­stuðul í fæðingu Tilfelli úr dagbók höfundur ragnheiður ragnarsdóttir Löng hefð hefur verið fyrir því að birta dagbókar­ verkefni nema í ljósmóðurfræði í Ljósmæðrablaðinu. Verkefni sem þessi lýsa gagnrýninni ígrundun nemans á persónulegri reynslu hans í klínísku námi. Með þeim hætti þróar nemandinn með sér þekkingu og færni sem nýtist við svipaðar klínískar að stæður í framtíðinni. Dagbókarverkefnið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er frá nemanda á 1.ári í ljós móður­ fræði, Ragnheiði Ragnarsdóttur. Hér er fjallað um umönnun kvenna með háan BMI­stuðul í fæðingu sem er stækkandi hópur kvenna á barneignaraldri á Íslandi. Blæðingarhætta þessa hóps kvenna í fæðingu veltir meðal annars upp mikil­ vægi þess að fagfólk eigi samtal við konur í fæðingu, veiti þeim fræðslu og faglega ráðgjöf um þær varúðar­ ráð stafanir sem í boði eru. Með þeim hætti er stutt við upp lifun konunnar af stjórn í fæðingu og upp­ lýsta ákvarðana töku hennar og þannig hægt að hafa jákvæð áhrif á fæðingarupplifun hennar. embla ýr guðmundsdóttir Lýsing á tilfelli Tilfellið sem fjallað verður um átti sér stað þegar ég var í verknámi á fæðingarvaktinni. Ég, ásamt ljós­ móður, tók á móti konu sem var gengin 40 vikur og 4 daga á sinni fyrstu meðgöngu. Konan hafði misst vatnið um það bil þremur tímum fyrir komu og stað­ festum við legvatnsleka hjá henni með actim prom prófi. Hún reyndist vera með jákvætt GBS strok og því var settur upp æðaleggur og hafin sýklalyfja­ meðferð í æð samkvæmt verklagi Landspítala í sam­ ráði við konuna. Auk þess var konan gangsett með Angusta töflumeðferð þar sem hún var ekki komin með samdrætti að ráði. Ljósmóðirin greindi mér frá því að önnur ábending fyrir því að hafa æðalegg í fæðingu hjá konunni er of hár líkams þyngdar stuðull (BMI) þar sem því fylgir aukin áhætta í fæðingu. Konunni var tjáð að setja þyrfti upp æða legg hjá henni með tilliti til sýklalyfjagjafar en hins vegar ekki í tengslum við þyngdarstuðul hennar og í raun átti sér ekkert samtal stað varðandi þá áhættu. Í kjölfar þessarar atburðarásar vöknuðu upp vangaveltur hjá mér varðandi meðferð kvenna í fæðingu sem glíma við offitu. Ég þekkti ekki verklagið og langaði til þess að kynna mér það betur. Ásamt því hafði ég hug á því að fræðast nánar um þá áhættu sem kallar fram þær varúðarráðstafanir sem gerðar voru til þess meðal annars að geta veitt þessum hópi kvenna viðeigandi fræðslu og ráðgjöf. Verklag Samkvæmt verklagi Landspítala (2020) um meðferð kvenna með offitu teljast konur með BMI­stuðul 35­39,9 kg/m2 í offituflokki 2 en þær sem eru með BMI ≥ 40 kg/m2 eru í offituflokki 3. Í fæðingu skal heilsufarsmerkja konur í offituflokki 2 og 3 rauðar en konur þessar eru í aukinni hættu á langdreginni fæðingu, axlarklemmu, bráðakeisara og blæðingu eftir fæðingu. Setja skal upp æðalegg snemma í fæðingu og jafnframt skal taka blóðprufur fyrir blóð hag og BAS sem er geymt í ísskáp ef nota þyrfti seinna. Konur í flokki 3 fá tvo æðaleggi og ættu að vera í sí­ rita í virkri fæðingu. Láta skal vakthafandi svæfinga­ lækni og fæðingarlækni vita af konum sem eru í flokki 3. Bjóða skal konu utanbastdeyfingu snemma í fæðingu en þó er ekki þörf á að virkja hana strax. Mæla skal með virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar þar sem aukin hætta er á blæðingu. Í verk lags­ reglunum kemur ekki skýrt fram hvers vegna ráðlagt er að setja upp æðalegg og taka tiltekna blóðprufu hjá konum með BMI ≥ 35 en höfundur gerir ráð fyrir að varúðar ráðstöfun þessi sé umfram allt vegna aukinnar áhættu á blæðingu. Megináhersla verkefnis mun tengjast þeirri áhættu. Fræðileg umfjöllun Samanburðarrannsókn Butwick og félaga (2018) kannaði tengsl offitu kvenna við blæðingu eftir fæðingu. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að konur með BMI ≥ 30 kg/m2 voru í 19% aukinni áhættu á blæðingu eftir fæðingu í saman burði við konur í eðlilegri þyngd. Önnur saman burðar rann­ sókn Polic og félaga (2020) gaf til kynna sömu niður stöður og til viðbótar þurftu konur með BMI ≥ 30 kg/m2 öllu jafna fleiri einingar af blóði. Ásamt því voru konur með háan líkams þyngdar stuðul lík­ legri til að upplifa alvarlega fylgi kvilla blæðingar eftir fæðingu svo sem bráða nýrnabilun, lostástand og hjartastopp. Ýmsar orsakir fyrir aukinni blæðingu hjá konum með offitu hafa verið nefndar. Einn áhrifaþáttur þessa fylgikvilla gæti verið sá að blæðing kemur frá stærra yfirborði fylgjunnar sem fylgir offitu. Ásamt því eru konur með háan þyngdarstuðul með meiri líkams vef og blóðvökva sem getur haft áhrif á dreifingu og virkni samdráttarlyfja (Poston o.fl., 2016). Í fyrr nefndri rannsókn Polic og félaga (2018) kom í ljós að enginn munur var á fjölda skammta af sam dráttar lyfjum sem gefin voru hjá hópunum þrátt fyrir meira blóð­ tap og fleiri fylgikvilla hjá konum með BMI ≥ 30 kg/ m2. Niðurstöður þessar gefa til kynna að meðferð og verklag við blæðingu eftir fæðingu er ófullnægjandi fyrir konur með BMI ≥ 30 kg/m2. Rannsókn Grange og félaga (2018) kannaði á hrif þrýstingsmeðferðar í legholi með belglegg (e. in trauterine ballon tamponade) sem meðferð við blæðingu eftir fæðingu. Meðferð þessi felur í sér að blaðra er blásin upp í legi konu sem aðlagast leg holinu og stöðvar þannig blæðingu (Bakri o.fl., 2020). Niður ­ stöður rannsóknar sýndu að aðferð þessi var árangurs­ rík í 74% tilvika en þegar hún mis heppnaðist var hár BMI­stuðull helsta for spár gildið (Grange o.fl., 2018). Þar sem aðferð þessi er áhrifarík þegar spennu­ leysi er til staðar í legi benda niðurs töðurnar til þess að samdráttargeta legs hjá konum með háan BMI­ stuðul sé minni (Polic o.fl., 2020). Hormóna­ og efna skipta truflanir sem eru til staðar hjá konum með offitu virðast hafa hamlandi áhrif á sam dráttar getu legs en nákvæm líf eðlis fræði leg ferli eru óljós (Grange o.fl., 2018). Rann sókn Azaïs og félaga (2017) sýndi fram á tengsl aukinnar seytingar á bólgu valdandi hormónum eins og leptín og minnkaðrar seytingar á bólgueyðandi hormónum við minnkaða sam dráttar­ getu legs hjá konum með offitu. Klínísk ákvarðanataka Í tilfellinu var farið eftir verklagi um umönnun kvenna með offitu í fæðingu þar sem konan var með BMI­ stuðul ≥ 35 kg/m2. Ákvarðanir voru teknar af ljós­ móður um að setja upp æðalegg og taka blóðprufur út frá þeirri gagnreyndu þekkingu að konur með háan BMI­stuðul séu í aukinni áhættu í fæðingu. Í þessu tilviki velti ég því þó fyrir mér hvort það hefði ekki verið ákjósanlegra að eiga gott samtal við konuna um þá verkþætti sem verklagsreglur mæla með og veita upplýsingar um ástæður þeirra varúðar ráð stafana sem konunni stóðu til boða, fag lega ráðgjöf byggða á hennar aðstæðum og óskum og að lokum gefa henni val til að hún gæti tekið upp lýsta ákvörðun. Vandasamt getur verið að veita upp lýsingar er varða þyngd konu þar sem slíkt getur verið viðkvæmt um ræðuefni fyrir viðkomandi. Ásamt því er vand­ með farið að veita upplýsingar um aukna áhættu án þess að valda viðkomandi áhyggjum. Þessir þættir ættu hins vegar ekki að koma í veg fyrir að fræðsla sé veitt og ráðleggingar séu gefnar með tilliti til of hás þyngdarstuðuls en hins vegar er mikil vægt að ljósmóðir nálgist konu með nærgætni og hafi ávallt í huga að þunn lína er á milli þess að fræða og hræða. Samantekt Rannsóknir sýna að konur með offitu eru í aukinni áhættu á blæðingu eftir fæðingu (Butwick o.fl., 2018; Polic o.fl., 2020). Rannsókn Polic og félaga (2020) sýndi þar að auki að konur með offitu reyndust þurfa fleiri einingar af blóði og voru líklegri til að upplifa alvarlega fylgikvilla blæðingar. Að því sögðu er mikil ­ vægt að veita þessum hópi kvenna yfirvegaða fræðslu um aukna áhættu í fæðingu og jafnframt gefa ráð­ leggingar um þær varúðarráðstafanir sem standa þeim til boða. Þannig geta konur tekið upplýsta ákvörðun um eigin meðferð í fæðingu en samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, sem eiga einnig við um barns­ hafandi konur, eiga þær rétt á því (nr. 74/1997), sem kemur einnig fram í hugmyndafræði ljósmæðra sem námskrá í ljósmóðurfræði byggist á. Heimildaskrá Azaïs, H., Leroy, A., Ghesquiere, L., Deruelle, P. og Hanssens, S. (2017). Effects of Adipokines and Obesity on Uterine Contrac­ tility. Cytokine & Growth Factor Reviews, 34, 59–66. doi.org/ 10.1016/j.cytogfr.2017.01.001. Bakri, Y., B­Lynch, C. og Alouini, S. (2020). Second Generation of Intrauterine Balloon Tamponade: New Perspective. BMJ Inno­ vations, 6(1), 1–3. doi.org/10.1136/bmjinnov­2019­000404. Butwick, A. J., Abreo, A., Bateman, B. T., Lee, H. C., El­Sayed, Y. Y., Stephansson, O. og Flood, P. (2018). Effect of Maternal Body Mass Index on Postpartum Hemorrhage. Anesthesiology, 128(4), 774–783. doi.org/10.1097/aln.0000000000002082. Grange, J., Chatellier, M., Chevé, M. T., Paumier, A., Launay­ Bourillon, C., Legendre, G., Olivier, M. og Ducarme, G. (2018). Predictors of Failed Intrauterine Balloon Tamponade for Persistent Postpartum Hemorrhage After Vaginal Delivery. PLOS ONE, 13(10), e0206663. doi.org/10.1371/journal. pone.0206663. Landspítali. (2020). Offita í upphafi meðgöngu – meðganga, fæðing og sængurlega. [Gæðaskjal]. Reykjavík: Landspítali. Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Polic, A., Curry, T. L. og Louis, J. M. (2020). The Impact of Obesity on the Management and Outcomes of Postpartum Hemorrhage. American Journal of Perinatology. doi: 10.1055/s­0040­1718574. Poston, L., Caleyachetty, R., Cnattingius, S., Corvalán, C., Uauy, R., Herring, S. og Gillman, M. W. (2016). Preconceptional and Maternal Obesity: Epidemiology and Health Consequences. The Lancet Diabetes & Endocrinology, 4(12), 1025–1036. doi. org/10.1016/s2213­8587(16)30217­0.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.