Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 91

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 91
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 9190 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 fréttir fæðingar stofa er með fallegu og rúm góðu baði, þar eru jógaboltar og dýnur svo konur geti verið á hreyfingu og tvíbreitt rúm svo parið geti hvílt sig saman eftir fæðingu. Á Fæðingarheimili Reykja víkur er mjög heimilis legt andrúmsloft, veggir eru málaðir í róandi brúnum tónum, á veggjum hanga fallegar myndir af náttúru Íslands og í hverju herbergi eru lifandi plöntur og hús gögn úr viði eða basti. Allt er þetta gert til þess að gera Fæðingarheimilið að þægi­ legum og heimilislegum stað fyrir þau sem þangað sækja þjónustu. Ýmis þjónusta er í boði í húsnæði Fæðingar­ heimilis Reykjavíkur sem hefur það að mark miði að styðja við fjölskyldur á fjölbreyttan hátt með ráðgjöf, stuðningi og samverustundum. Sem dæmi má nefna brjóstagjafaráðgjöf, ráðgjöf um breytinga skeið, með­ göngunudd, fjölskylduráðgjöf og fleira. Það verður ánægjulegt að fylgjast með starfsemi hins nýja heimilis vaxa og dafna. Þegar þetta er skrifað hafa sjö börn fæðst á Fæðingarheimili Reykja víkur. Ljósmæðrablaðið sendir öllum sem koma að þjónustu heimilisins velfarnaðar­ og hamingjuóskir. Fæðingarheimili Reykjavíkur 2022 höfundur ritstjórn Í lok september á þessu ári opnuðu ljósmæðurnar Emma Marie Swift og Embla Ýr Guðmundsdóttir nýtt fæðingarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Fæðingar heimili Reykjavíkur. Hinu upprunalega Fæðingar heimili Reykjavíkur var lokað fyrir 25 árum en með þessu heiti er sótt í merka sögu og arfl eið þess. Þetta eru afar gleðileg tíðindi því nú hefur bæst við önnur ljós móðurrekin eining utan sjúkra húss. Val mögu leikar kvenna og fjölskyldna um fæðingar­ stað á höfuðborgarsvæðinu eru að aukast sem er mjög mikil vægt. Einnig er starfsumhverfi ljósmæðra og vett vangur fyrir klínískt nám ljósmóðurnema að verða fjöl breyttara. Á sama tíma hefur ljósmæðrum sem bjóða upp á heimafæðingar fjölgað og einnig hefur framboð þjónustu og aðferðir í fræðslu ljós­ mæðra breyst. Fæðingarheimili Reykjavíkur býður upp á sam­ fellda, einstaklingsbundna og fjölbreytta þjónustu í tengslum við barneignarferlið. Markmiðið er að veita góða fræðslu og bjóða meðal annars upp á fjöl­ breytt námskeið til að hjálpa verðandi foreldrum að undir búa sig fyrir fæðingu og tímann með barninu. Almennt er lögð áhersla á að auka aðgengi kvenna og fjölskyldna af erlendum uppruna til upp lýsinga. Nám skeiðin eru því kennd á íslensku, ensku og pólsku. Auk Emblu og Emmu starfa þar ljós mæðurnar Edythe L Mangindin og Hafrós Lind Ásdísar dóttir. Fæðingarheimilið er staðsett við Hlíðarfót 17 sem er miðsvæðis í Reykjavík og í nágrenni við Kvenna­ deild Landspítala. Þar eru tvær fæðingar stofur, þrjú herbergi þar sem veita má ráðgjöf eða með ferðir og rúmgóður og bjartur salur fyrir nám skeið, jóga og ýmsa viðburði. Fæðingarstofurnar tvær eru inn­ réttaðar á heimilislegan hátt með það fyrir augum að verðandi foreldrar finni þar fyrir ró og öryggi til þess að stuðla sem best að eðlilegri fæðingu. Hvor Ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Edythe, Emma, Embla og Hafrós. Með þeim á myndinni er Stefanía með Margeir Aron. Fallegt og heimilislegt umhverfi fyrir verðandi foreldra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.