Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 91
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 9190 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
fréttir
fæðingar stofa er með fallegu og rúm góðu baði,
þar eru jógaboltar og dýnur svo konur geti verið
á hreyfingu og tvíbreitt rúm svo parið geti hvílt sig
saman eftir fæðingu. Á Fæðingarheimili Reykja víkur
er mjög heimilis legt andrúmsloft, veggir eru málaðir
í róandi brúnum tónum, á veggjum hanga fallegar
myndir af náttúru Íslands og í hverju herbergi eru
lifandi plöntur og hús gögn úr viði eða basti. Allt er
þetta gert til þess að gera Fæðingarheimilið að þægi
legum og heimilislegum stað fyrir þau sem þangað
sækja þjónustu.
Ýmis þjónusta er í boði í húsnæði Fæðingar
heimilis Reykjavíkur sem hefur það að mark miði að
styðja við fjölskyldur á fjölbreyttan hátt með ráðgjöf,
stuðningi og samverustundum. Sem dæmi má nefna
brjóstagjafaráðgjöf, ráðgjöf um breytinga skeið, með
göngunudd, fjölskylduráðgjöf og fleira.
Það verður ánægjulegt að fylgjast með starfsemi
hins nýja heimilis vaxa og dafna. Þegar þetta er skrifað
hafa sjö börn fæðst á Fæðingarheimili Reykja víkur.
Ljósmæðrablaðið sendir öllum sem koma að þjónustu
heimilisins velfarnaðar og hamingjuóskir.
Fæðingarheimili Reykjavíkur 2022
höfundur ritstjórn
Í lok september á þessu ári opnuðu ljósmæðurnar
Emma Marie Swift og Embla Ýr Guðmundsdóttir
nýtt fæðingarheimili á höfuðborgarsvæðinu,
Fæðingar heimili Reykjavíkur. Hinu upprunalega
Fæðingar heimili Reykjavíkur var lokað fyrir 25 árum
en með þessu heiti er sótt í merka sögu og arfl eið
þess. Þetta eru afar gleðileg tíðindi því nú hefur bæst
við önnur ljós móðurrekin eining utan sjúkra húss.
Val mögu leikar kvenna og fjölskyldna um fæðingar
stað á höfuðborgarsvæðinu eru að aukast sem er
mjög mikil vægt. Einnig er starfsumhverfi ljósmæðra
og vett vangur fyrir klínískt nám ljósmóðurnema að
verða fjöl breyttara. Á sama tíma hefur ljósmæðrum
sem bjóða upp á heimafæðingar fjölgað og einnig
hefur framboð þjónustu og aðferðir í fræðslu ljós
mæðra breyst.
Fæðingarheimili Reykjavíkur býður upp á sam
fellda, einstaklingsbundna og fjölbreytta þjónustu
í tengslum við barneignarferlið. Markmiðið er að
veita góða fræðslu og bjóða meðal annars upp á fjöl
breytt námskeið til að hjálpa verðandi foreldrum að
undir búa sig fyrir fæðingu og tímann með barninu.
Almennt er lögð áhersla á að auka aðgengi kvenna
og fjölskyldna af erlendum uppruna til upp lýsinga.
Nám skeiðin eru því kennd á íslensku, ensku og pólsku.
Auk Emblu og Emmu starfa þar ljós mæðurnar
Edythe L Mangindin og Hafrós Lind Ásdísar dóttir.
Fæðingarheimilið er staðsett við Hlíðarfót 17 sem
er miðsvæðis í Reykjavík og í nágrenni við Kvenna
deild Landspítala. Þar eru tvær fæðingar stofur, þrjú
herbergi þar sem veita má ráðgjöf eða með ferðir og
rúmgóður og bjartur salur fyrir nám skeið, jóga og
ýmsa viðburði. Fæðingarstofurnar tvær eru inn
réttaðar á heimilislegan hátt með það fyrir augum
að verðandi foreldrar finni þar fyrir ró og öryggi til
þess að stuðla sem best að eðlilegri fæðingu. Hvor
Ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Edythe,
Emma, Embla og Hafrós. Með þeim á myndinni er
Stefanía með Margeir Aron.
Fallegt og heimilislegt umhverfi fyrir verðandi
foreldra.