Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 3
346 Ég tel [...] ástæðu til að varpa fram á þessum vettvangi þeirri hugmynd að við framlagningu lagafrumvarpa á Alþingi liggi fyrir það sem nefna mætti stjórn- sýslumat. Í því kæmi fram greining á áhrifum frumvarpsins á verkefni stjórnsýsl- unnar og hvaða breytingar þurfi að gera þar, t.d. á verklagi og fjölda starfsmanna, verði frumvarpið afgreitt í þeirri mynd sem það liggur fyrir. Þar gæti einnig verið að finna greiningu á samspili þeirra verkefna og ákvarðana sem frumvarpið gerir ráð fyrir við almennar reglur stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. Slíkt mat ætti að auðvelda stjórnsýslunni að átta sig fyrirfram á því hvernig brugðist verði við hinum nýju eða breyttu verkefnum nái frumvarpið fram að ganga og Alþingi getur þá betur áttað sig á því hvort það telur frumvarpið, eins og það liggur fyrir, horfa til einföldunar í stjórnsýslunni eða hvort tilefni sé til þess að auka við um- fang hennar. Eðlilega ætti slíkt mat að liggja fyrir áður en lagt er mat á líklegan kostnað vegna frumvarpsins. Auðvitað væri fyrirkomulag af þessu tagi með viss- um hætti íþyngjandi við undirbúning lagafrumvarpa en ég tel að hann yrði hins vegar betri og markvissari og þá með tilliti til þess að bæta þá stjórnsýslu sem leiðir af samþykkt frumvarpanna. Bæði alþingismönnum og þeim sem starfa á viðkomandi sviði stjórnsýslunnar er þá betur ljóst hvaða afleiðingar samþykkt lagafrumvarps hefur fyrir þá þjónustu sem stjórnsýslan þarf að halda uppi og slík vitneskja kann í senn að leiða til þess að fundnar verði leiðir, þegar áður en frumvarpið er samþykkt, til að einfalda og bæta stjórnsýslu á viðkomandi sviði. Auðvitað er það svo að atvik og aðstæður í samfélaginu á hverjum tíma geta leitt til þess að þau viðfangsefni sem stjórnsýslan þarf að takast á við verða önnur og umfangsmeiri heldur en séð var fyrir en ég tel að það eigi ekki að vera mönnum afsökun fyrir því að takast ekki á við það að leggja mat á líkleg áhrif lagabreytinga á stjórnsýsluna. Og mat af þessu tagi hefði ekki bara þýðingu fyrir starfsemi ríkisins heldur gætu fyrirsvarsmenn sveitarfélaga og atvinnulífsins bet- ur gert sér grein fyrir því fyrirfram hverjar séu afleiðingar nýrrar lagasetningar á starfsemi þeirra og kostnað við reksturinn. Sama á reyndar við um einstaklinga því á grundvelli slíks stjórnsýslumats ættu t.d. frjáls félaga- og hagsmunasamtök þeirra að geta, þegar á því stigi er lagafrumvarp liggur fyrir Alþingi, betur gert sér grein fyrir hvaða breytingar verða á opinberri stjórnsýslu gagnvart félags- mönnum þeirra nái frumvarpið fram að ganga óbreytt. Af umræðum á þingfundi 9. nóvember 2006, þegar skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2005 var rædd, verður ekki dregin önnur ályktun en að hugmyndin um að stjórnsýslumat sé framkvæmt við undirbúning lagafrum- varpa hafi fallið í frjóan jarðveg hjá þeim þingmönnum sem tóku til máls. Hinn 17. október 2006 samþykkti ríkisstjórnin „aðgerðaáætlun um Ein- faldara Ísland fyrir árin 2006-2009“. Eins og fram kemur í tilkynningu for- sætisráðuneytisins af þessu tilefni er markmiðið einfaldara og betra opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Áætlunin er byggð á tillögum starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í lok árs 2005 með fulltrúum ráðu- neyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Hún beinist bæði að tilurð nýrra opinberra reglna og skipulegri yfirferð yfir gildandi reglur. Í áætluninni felst að frá og með ársbyrjun 2007 átti að taka í notkun gátlista um samningu stjórnarfrumvarpa sem minnir á tiltekin lykilatriði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.