Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 3
346
Ég tel [...] ástæðu til að varpa fram á þessum vettvangi þeirri hugmynd að við
framlagningu lagafrumvarpa á Alþingi liggi fyrir það sem nefna mætti stjórn-
sýslumat. Í því kæmi fram greining á áhrifum frumvarpsins á verkefni stjórnsýsl-
unnar og hvaða breytingar þurfi að gera þar, t.d. á verklagi og fjölda starfsmanna,
verði frumvarpið afgreitt í þeirri mynd sem það liggur fyrir. Þar gæti einnig verið
að finna greiningu á samspili þeirra verkefna og ákvarðana sem frumvarpið gerir
ráð fyrir við almennar reglur stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. Slíkt mat ætti
að auðvelda stjórnsýslunni að átta sig fyrirfram á því hvernig brugðist verði við
hinum nýju eða breyttu verkefnum nái frumvarpið fram að ganga og Alþingi
getur þá betur áttað sig á því hvort það telur frumvarpið, eins og það liggur fyrir,
horfa til einföldunar í stjórnsýslunni eða hvort tilefni sé til þess að auka við um-
fang hennar. Eðlilega ætti slíkt mat að liggja fyrir áður en lagt er mat á líklegan
kostnað vegna frumvarpsins. Auðvitað væri fyrirkomulag af þessu tagi með viss-
um hætti íþyngjandi við undirbúning lagafrumvarpa en ég tel að hann yrði hins
vegar betri og markvissari og þá með tilliti til þess að bæta þá stjórnsýslu sem
leiðir af samþykkt frumvarpanna. Bæði alþingismönnum og þeim sem starfa á
viðkomandi sviði stjórnsýslunnar er þá betur ljóst hvaða afleiðingar samþykkt
lagafrumvarps hefur fyrir þá þjónustu sem stjórnsýslan þarf að halda uppi og
slík vitneskja kann í senn að leiða til þess að fundnar verði leiðir, þegar áður
en frumvarpið er samþykkt, til að einfalda og bæta stjórnsýslu á viðkomandi
sviði. Auðvitað er það svo að atvik og aðstæður í samfélaginu á hverjum tíma
geta leitt til þess að þau viðfangsefni sem stjórnsýslan þarf að takast á við verða
önnur og umfangsmeiri heldur en séð var fyrir en ég tel að það eigi ekki að vera
mönnum afsökun fyrir því að takast ekki á við það að leggja mat á líkleg áhrif
lagabreytinga á stjórnsýsluna. Og mat af þessu tagi hefði ekki bara þýðingu fyrir
starfsemi ríkisins heldur gætu fyrirsvarsmenn sveitarfélaga og atvinnulífsins bet-
ur gert sér grein fyrir því fyrirfram hverjar séu afleiðingar nýrrar lagasetningar á
starfsemi þeirra og kostnað við reksturinn. Sama á reyndar við um einstaklinga
því á grundvelli slíks stjórnsýslumats ættu t.d. frjáls félaga- og hagsmunasamtök
þeirra að geta, þegar á því stigi er lagafrumvarp liggur fyrir Alþingi, betur gert
sér grein fyrir hvaða breytingar verða á opinberri stjórnsýslu gagnvart félags-
mönnum þeirra nái frumvarpið fram að ganga óbreytt.
Af umræðum á þingfundi 9. nóvember 2006, þegar skýrsla umboðsmanns
Alþingis fyrir árið 2005 var rædd, verður ekki dregin önnur ályktun en að
hugmyndin um að stjórnsýslumat sé framkvæmt við undirbúning lagafrum-
varpa hafi fallið í frjóan jarðveg hjá þeim þingmönnum sem tóku til máls.
Hinn 17. október 2006 samþykkti ríkisstjórnin „aðgerðaáætlun um Ein-
faldara Ísland fyrir árin 2006-2009“. Eins og fram kemur í tilkynningu for-
sætisráðuneytisins af þessu tilefni er markmiðið einfaldara og betra opinbert
regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Áætlunin er byggð á tillögum
starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í lok árs 2005 með fulltrúum ráðu-
neyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Hún beinist bæði að tilurð
nýrra opinberra reglna og skipulegri yfirferð yfir gildandi reglur.
Í áætluninni felst að frá og með ársbyrjun 2007 átti að taka í notkun
gátlista um samningu stjórnarfrumvarpa sem minnir á tiltekin lykilatriði