Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 4
347
sem hafa þarf í huga varðandi samráð, mat á afleiðingum löggjafar o.fl. Þá
verði leitað eftir samstarfi við skrifstofu Alþingis um útgáfu leiðbeininga um
gerð stjórnarfrumvarpa og dómsmálaráðherra falið að gefa út leiðbeiningar
um undirbúning reglugerða. Fyrir 1. september 2007 ber hverju ráðuneyti
að setja saman tveggja ára áætlun um einföldun og samræmingu löggjafar
á þeim sviðum sem undir þau heyra. Forsætisráðherra mun hafa yfirumsjón
með aðgerðaáætluninni en honum til aðstoðar verður samráðshópur ráðu-
neyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins auk ráðgjafarnefndar um
opinberar eftirlitsreglur.
Í áðurnefndum gátlista við samningu stjórnarfrumvarpa eru nefnd fimm
atriði sem athuga ber sérstaklega: Í fyrsta lagi nauðsyn lagasetningar, í öðru
lagi hvort samning frumvarps hafi gefið tilefni til að meta hvort það sam-
rýmist stjórnarskrá og ef svo er hvaða ákvæðum hennar, í þriðja lagi hvort
samþykkt frumvarpsins leiði með einhverjum hætti til einföldunar opinbers
regluverks eða stjórnsýslu og í fjórða lagi hvort haft hafi verið samráð við
aðila utan ráðuneytisins við undirbúning frumvarps. Í fimmta lagi er loks
liður sem nefnist „mat á áhrifum“ og eru þar tilgreindir fjórir undirliðir: (1)
mat á kostnaðaráhrifum fyrir ríkissjóð, (2) mat á áhrifum á tekjur og útgjöld
sveitarfélaga af samþykkt frumvarps, (3) mat á grundvelli laga nr. 27/1999
um opinberar eftirlitsreglur og (4) annað.
Hugmyndin um að fylgt verði sérstökum gátlista við samningu stjórnar-
frumvarpa er góð og tímabær. Þá er æskilegt að slíkur gátlisti verði jafnan
hafður til hliðsjónar við samningu lagafrumvarpa hvort sem um stjórnar-
frumvörp eða önnur lagafrumvörp er að ræða. Við þá lýsingu efnisatriða
sem fram kemur í gátlistanum mætti kannski gera þá athugasemd að þegar
til kastanna kemur þyrfti hún að vera nákvæmari um sum atriði til að auka
líkurnar á að árangur náist. Þá er ástæða til að huga að því að útfæra þar
sérstaklega hugmynd umboðsmanns Alþingis um stjórnsýslumat við undir-
búning lagafrumvarpa. Ótvírætt er að það myndi í senn stuðla að því að
áhrif nýmæla og lagabreytinga á störf stjórnsýslunnar yrðu metin fyrirfram
og auka réttaröryggi borgaranna þegar reynir á nýjar reglur í framkvæmd.
Róbert R. Spanó