Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 8
351 í öllu sambandinu, en skv. 6. gr. reglugerðarinnar er einungis unnt að öðl- ast einkarétt á Evrópuvörumerki með skráningu andstætt reglum sem gilda í sumum aðildarríkjum ESB og utan þess, þar sem vörumerkjaréttur getur stofnast við notkun.5 Í grein þessari verður skoðað hvaða viðmið hafa verið sett hjá Evrópu- sambandinu af dómstól bandalagsins6 og skráningarskrifstofu ESB við mat á skilyrðum fyrir skráningu Evrópuvörumerkis samkvæmt reglugerðinni og túlkun á sambærilegum skilyrðum í forúrskurðum dómstólsins, sbr. fyrstu tilskipun Ráðsins 89/104/EBE um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki,7 sem er að mestu samhljóða ákvæðum reglugerðarinnar. Íslensk vörumerkjalög eru í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar þar sem lög nr. 67/19938 breyttu eldri vörumerkjalögum, nr. 47/1968, vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.9 Niðurstöður dómstólsins og áhrif þeirra á framkvæmd hér á landi verða því sérstaklega til athugunar. Hornsteinn skráningarkerfis Evrópuvörumerkis er reglugerðin með síð- ari breytingum. Efnisreglur hennar eru samræmdar reglum tilskipunarinn- ar og þar með vörumerkjalögum aðildarríkjanna. Tilskipunin felur þó í sér eingöngu meginreglur, t.d. um skilgreiningu á vörumerki, þau réttindi sem vörumerki tryggir og undanþágur frá þeim og skilyrði fyrir synjun skrán- ingar eða ógildingu. Reglur um hvernig unnt er að öðlast vörumerkjavernd er hins vegar að finna í vörumerkjalöggjöf aðildarríkjanna.10 Skráningarkerfi Evrópuvörumerkis er hliðstætt vörumerkjakerfum að- ildarríkjanna. Skráning vörumerkja í aðildarríkjunum annars vegar og framkvæmd skráningarskrifstofu ESB hins vegar þarf þó ekki að vera 5 Koktvedgaard, M. og Wallberg, K.: Varemærkeret. Jurist- og Økonomforbundets Forlag, 3. útg. eftir Wallberg, K., Kaupmannahöfn 2004, bls. 82-83. Hér á landi getur vörumerkjaréttur stofnast við skráningu eða notkun vörumerkis, sem er eða hefur verið notað hér á landi, skv. 3. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 (vml.). 6 Franska: Cour de justice des Communautés européennes, enska: Court of Justice of the European Communities (Dómstóllinn). www.europa.eu.int 7 First Council Directive 89/104/EEC of 21 December 1988 to approximate the laws of the Member States relating to trade marks, OJ 1989, L 40/1-7 (Tilskipunin). 8 Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 281-286. 9 Í 1. gr. núgildandi vörumerkjalaga nr. 45/1997 er kveðið á um að vörumerki séu sérstök auðkenni fyrir vöru eða þjónustu til að nota í atvinnustarfsemi. Í lögunum segir einnig að það sé skilyrði fyrir skráningu vörumerkis að merkið sé til þess fallið að greina vörur merkiseiganda frá vörum annarra, sbr. 1. mgr. 13. gr. vml. Merki sem eingöngu eða aðeins með smávægilegum breytingum eða viðbótum gefa til kynna m.a. tegund vörunnar, ástand, magn, notkun, verð, uppruna eða hvenær varan er framleidd, teljast ekki nægjanlegt sérkenni. Sama á við um tákn eða orðasambönd sem teljast algeng í viðskiptum eða notuð eru í daglegu tali. Í 2. mgr. 13. gr. vml. segir að þegar kveða skuli á um hvort merki hafi nægjanlegt sérkenni skuli líta til allra að- stæðna og þó einkum til þess hversu lengi og að hve miklu leyti merkið hefur verið í notkun. 10 Ryberg, B., Kyst, M., Nielsen, M.S. og Wallberg, K.: Grundlæggende immaterialret. Gads forlag, Kaupmannahöfn 2003, bls. 160.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.