Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 9
352 samræmd.11 Undirréttur dómstólsins12 hélt því fram í máli frá 2001, sem snerist um orðið Vitalite13 sem vörumerki fyrir m.a. lyfjafræðilegar blöndur, jurtafæði og jurta- og vítamíndrykki, að skráning vörumerkis í aðildarríki væri aðeins einn þeirra þátta sem skyldi taka tillit til við skráningu Evrópu- vörumerkis en hún hefði ekki sérstakt vægi. Undirrétturinn komst að þessari niðurstöðu eftir að umsækjandinn hafði haldið því fram að áfrýjunarnefnd skráningarskrifstofu ESB hefði átt að taka tillit til þess að orðið hafði verið skráð sem vörumerki í 15 Evrópuríkjum, þar af 12 aðildarríkjum ESB. Eins er túlkun á reglugerðinni ekki bindandi fyrir túlkun á tilskipuninni og því er hún ekki túlkun á vörumerkjalöggjöf aðildarríkjanna um sama efni.14 Í dómi frá 21. apríl 2004,15 sem snerist um skráningu á merki sem var eftir- líking á tákni Evrópuráðsins, lagði undirrétturinn áherslu á, með tilliti til skráningar í heimalandi sem umsækjandi vísaði til, að ljóst væri af fordæm- um að skráningarkerfi Evrópuvörumerkisins væri sjálfstætt kerfi með eigin markmið og sérstakar reglur og væri óháð öllum kerfum aðildarríkjanna. Þessi staðhæfing er talin vera afleiðing mótsagnakenndra túlkana ýmissa evrópskra yfirvalda sem aftur hafa verið taldar ógna hugmyndinni um sjálf- stætt evrópskt hugverkaréttarkerfi.16 Umfjöllunin hér í greininni mun að mestu takmarkast við orðmerki, samsett orðmerki, auglýsingaslagorð og liti. Skoðað verður hvenær merki er talið lýsandi og/eða skortir sérkenni. Merki er lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og c-lið 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar ef það er eingöngu samsett úr táknum eða upplýsingum sem geta í viðskiptum gefið til kynna gerð, gæði, fjölda, áætlaða notkun, verð, upprunaland eða framleiðslutíma vöru, tíma þegar þjónusta var innt af hendi eða aðra eiginleika vöru eða þjónustu.17 Ef merki skortir sérkenni uppfyllir það ekki skilyrði skráningar skv. b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar18 og b-lið 1. mgr. 3. gr. tilskipunar- innar. Þetta felur í raun í sér jákvætt skilyrði um að vörumerki verði að hafa eitthvert sérkenni. Reglurnar um hvort merki sé lýsandi og verði því ekki 11 Wallberg, K. og Lund-Johansen, N.: „EF-varemærket i praksis“. 4 NIR (2002), bls. 334. 12 Enska: Court of First Instance, settur á fót 1989. 13 Mál nr. T-24/00, Sunrider Corporation v. OHIM, (2001) ECR II-449, 33. mgr. 14 Koktvedgaard og Wallberg (2004), bls. 45. Sjá einnig Wallberg, K.: „Varumärken i ljuset av EU-utvecklingen“. 1 NIR (2005), bls. 88. 15 Mál nr. T-127/02, Concept-Anlagen u. Geräte nach „GMP“ für Production U Labour GmbH v. OHIM, (2004) ECR II-1113, 70. mgr. 16 Gioia, F.: „Alicante and the Harmonization of Intellectual Property Law in Europe: Trade Marks and Beyond“. 41 CMLRev (2004), bls. 979. 17 Ákvæði 7. gr. reglugerðarinnar ber yfirskriftina „Absolute grounds for refusal“. Í c-lið 1. mgr. segir að ekki skuli skrá: „trade marks which consist exclusively of signs or indications which may serve, in trade, to designate the kind, quality, quantity, intended purpose, value, geographical origin or the time of production of the goods or of rendering of the service, or other characteristics of the goods or service.“ 18 Í b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar segir að ekki skuli skrá: „trade marks which are devoid of any distinctive character.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.