Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 11
354 Innri markaðurinn þurfti á skilvirku og öruggu kerfi að halda til að seljendur gætu tryggt að vörur gætu flætt óhindrað. Sameiginlegt vöru- merkjakerfi var frá upphafi talið mikilvægt skref til að mynda innri markað í Evrópu.23 Þrátt fyrir þessa staðreynd var skráningarskrifstofa ESB ekki opnuð fyrr en 1. apríl 1996. Frá þeim degi hefur verið hægt að stofna til vörumerkjaréttinda innan sambandsins alls með því að sækja um skráningu til skráningarskrifstofunnar. Til samanburðar má nefna að fyrir þann tíma gat þurft 13 mismunandi umsóknir24 til að skrá sama vörumerkið innan Evr- ópusambandsins, með aðstoð sérfræðinga í hverju landi, mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Ennfremur var sá möguleiki alltaf fyrir hendi að vörumerkja- yfirvöld í einstökum ríkjum synjuðu umsókn um skráningu vörumerkis á grundvelli gildandi vörumerkjalaga, sem voru og eru mismunandi eftir ríkj- um, t.d. með þeim rökum að vörumerki væri lýsandi eða hætta væri á að villast mætti á merkinu og öðru merki sem þegar hefði verið skráð. En hvers vegna taldist mikilvægt að koma á fót sameiginlegu vöru- merkjakerfi? Framkvæmdastjórnin lýsti því viðhorfi í greinargerð með upp- runalegu tillögunni um reglugerð Ráðsins um Evrópuvörumerki25 í nóv- ember 1980 að Evrópuvörumerki sem yrði verndað jafnhliða réttindum í aðildarríkjunum væri eina leiðin til að tryggja innri markað með vörur sem nytu vörumerkjaréttinda. Minni hindranir yrðu á frjálsu flæði vöru og þjón- ustu og samkeppni mundi eflast eftir því sem fleiri vörumerkjum, sem skráð væru í aðildarríkjunum, yrði breytt í Evrópuvörumerki og þar sem ný merki yrðu í auknum mæli skráð sem slík. Í greinargerðinni var því einnig haldið fram að Evrópuvörumerki skyldi hafa samræmt gildi og sömu réttaráhrif í öllum ríkjum sambandsins. Samræmt gildi Evrópuvörumerkis ætti að vera grundvallarregla reglugerðarinnar og ekki mætti grafa undan henni né rýra hana nema í undantekningartilfellum. Evrópuvörumerkinu var ætlað að gera fyrirtækjum kleift að framleiða vörur og dreifa þeim eða veita þjónustu undir einu og sama vörumerkinu um allt Evrópusambandið eða, eins og segir í formála reglugerðarinnar, gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að stærð sambandsins. Fyrst eftir opnun skráningarskrifstofu ESB var því haldið fram að breytingar yrðu ekki miklar þar sem vörumerki yrðu áfram skráð og vernduð í aðildarríkjunum. Alþjóðleg fyrirtæki reyna oft að velja eitt vörumerki fyrir allar vörur sínar og þjónustu af augljósum ástæðum sem tengjast kostnaði, markaðssetningu og flutningum.26 Á sama tíma var, og er enn, mjög erfitt að finna einstakt vöru- merki sem hægt er að nota án andmæla frá eigendum annarra merkja. Eftir 23 Ryberg, o.fl. (2003), bls. 192. 24 Aðildarríkin voru 15 á þessum tíma en Benelúx-löndin eru með sameiginlega skráningar- skrifstofu. 25 Doc. COM (80) 635 final, 19. nóvember 1980, bls. 23 og 25. 26 Van Kaam, M.J.M.: „General Provisions“. Í: Franzosi, M. (ritstjóri), European Community Trade Mark, Commentary to the European Community Regulations. Kluwer Law International, 1997, bls. 175-176.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.