Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 12
355 að skráningarkerfi ESB var komið á fót bentu fræðimenn á að reglugerðin þvingaði aðildarríkin ekki til að breyta skráningarkerfum sínum. Litið var svo á að óásættanlegt væri að hafa tvö mismunandi skráningarkerfi, þar sem ætlunin var að vörumerkin nytu verndar hlið við hlið í aðildarríki.27 Í árslok 2002 lagði framkvæmdastjórnin til breytingar á reglugerðinni28 sem síðar varð reglugerð Ráðsins nr. 422/2004.29 Þar undirstrikaði fram- kvæmdastjórnin jákvæðar hliðar skráningarkerfis Evrópuvörumerkis, sér í lagi áhrif þess á innri markaðinn, og taldi ekki þörf á efnislegum breyt- ingum. Hins vegar var viðurkennt að skortur á samræmi milli úrskurða mismunandi áfrýjunarnefnda skráningarskrifstofu ESB í svipuðum málum væri vandamál.30 Nú hafa verið gerðar breytingar á skráningarkerfum nokkurra aðildar- ríkja í samræmi við skráningarkerfi Evrópuvörumerkis, t.d. á danska kerf- inu sem var breytt á árinu 2003.31 Hafa verður í huga að þessar breytingar hafa ekki áhrif á skilyrði fyrir synjun skráningar sem skráningarskrifstofa ESB rannsakar að eigin frumkvæði, ex officio, og eru til umfjöllunar hér. Stærstu og mikilvægustu breytingarnar snúa að afnámi rannsóknar á því hvort villast megi á vörumerki sem sótt er um skráningu á og öðru merki sem þegar er skráð. Um þau atriði er fjallað í 8. gr. reglugerðarinnar og rök fyrir synjun geta tengst eldra vörumerki eða öðrum eldri réttindum.32 Aðferðir til að öðlast vörumerkjavernd og ákvæði um t.d. réttarúrræði er síðan að finna í vörumerkjalögum aðildarríkjanna.33 Reglur um fram- kvæmd hugverkaréttinda og samræmingu úrræða við brotum þarf að leiða í lög aðildarríkjanna samkvæmt tilskipun 2004/48/EB.34 Í formála þeirrar tilskipunar er því haldið fram að verndun hugverka sé nauðsynlegur þátt- ur í velgengni innri markaðarins, ekki eingöngu vegna þess að hún stuðli að nýsköpun heldur einnig af því að hún sé atvinnuskapandi og bæti sam- keppnishæfni. Þótt ekki hafi verið skylt að innleiða tilskipunina hér á landi sökum þess að hún hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn var litið 27 Koktvedgaard, M.: „Reformovervejelser vedrørende den nordiske varemærkeret“. Í Ånd og rett, Festskrift til Birger Stuevold Lassen på 70-årsdagen 19. august 1997. Hagstrøm, V. o.fl. (rit- stjórar), Universitetsforlaget, Osló 1997, bls. 581. 28 Proposal for a Council Regulation amending Regulation (EC) No 40/94 on the Comm- unity trademark, COM(2002)767 final, 2002/0308 (CNS), Brussels, 27. desember 2002. 29 Council Regulation (EC) No 422/2004 of 19 February 2004 amending Regulation (EC) No 40/94 on the Community trade mark (Text with EEA relevance), OJ L 070, 9.3.2004, bls. 1-7. 30 Gioia (2004), bls. 976-977. 31 Koktvedgaard og Wallberg (2004), bls. 336, fylgiskjal 3, reglugerð nr. 787 frá 9. september 2003 um umsóknir og skráningu vörumerkja og félagamerkja. 32 Morcom QC, C. og Edenborough, M.: „Relative Grounds for Refusal and Invalidity“. Í Franzosi, M. (ritstjóri), European Community Trade Mark, Commentary to the European Community Regulations. Kluwer Law International, 1997, bls. 201. 33 Ryberg o.fl. (2003), bls. 160. 34 Directive 2004/48/EC of the European Parliament and of the Council of 29. April 2004 on the enforcement of intellectual property rights, OJ L 157, 30.4.2004, bls. 45-87.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.