Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 12
355
að skráningarkerfi ESB var komið á fót bentu fræðimenn á að reglugerðin
þvingaði aðildarríkin ekki til að breyta skráningarkerfum sínum. Litið var
svo á að óásættanlegt væri að hafa tvö mismunandi skráningarkerfi, þar sem
ætlunin var að vörumerkin nytu verndar hlið við hlið í aðildarríki.27
Í árslok 2002 lagði framkvæmdastjórnin til breytingar á reglugerðinni28
sem síðar varð reglugerð Ráðsins nr. 422/2004.29 Þar undirstrikaði fram-
kvæmdastjórnin jákvæðar hliðar skráningarkerfis Evrópuvörumerkis, sér í
lagi áhrif þess á innri markaðinn, og taldi ekki þörf á efnislegum breyt-
ingum. Hins vegar var viðurkennt að skortur á samræmi milli úrskurða
mismunandi áfrýjunarnefnda skráningarskrifstofu ESB í svipuðum málum
væri vandamál.30
Nú hafa verið gerðar breytingar á skráningarkerfum nokkurra aðildar-
ríkja í samræmi við skráningarkerfi Evrópuvörumerkis, t.d. á danska kerf-
inu sem var breytt á árinu 2003.31 Hafa verður í huga að þessar breytingar
hafa ekki áhrif á skilyrði fyrir synjun skráningar sem skráningarskrifstofa
ESB rannsakar að eigin frumkvæði, ex officio, og eru til umfjöllunar hér.
Stærstu og mikilvægustu breytingarnar snúa að afnámi rannsóknar á því
hvort villast megi á vörumerki sem sótt er um skráningu á og öðru merki
sem þegar er skráð. Um þau atriði er fjallað í 8. gr. reglugerðarinnar og rök
fyrir synjun geta tengst eldra vörumerki eða öðrum eldri réttindum.32
Aðferðir til að öðlast vörumerkjavernd og ákvæði um t.d. réttarúrræði
er síðan að finna í vörumerkjalögum aðildarríkjanna.33 Reglur um fram-
kvæmd hugverkaréttinda og samræmingu úrræða við brotum þarf að leiða
í lög aðildarríkjanna samkvæmt tilskipun 2004/48/EB.34 Í formála þeirrar
tilskipunar er því haldið fram að verndun hugverka sé nauðsynlegur þátt-
ur í velgengni innri markaðarins, ekki eingöngu vegna þess að hún stuðli
að nýsköpun heldur einnig af því að hún sé atvinnuskapandi og bæti sam-
keppnishæfni. Þótt ekki hafi verið skylt að innleiða tilskipunina hér á landi
sökum þess að hún hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn var litið
27 Koktvedgaard, M.: „Reformovervejelser vedrørende den nordiske varemærkeret“. Í Ånd og
rett, Festskrift til Birger Stuevold Lassen på 70-årsdagen 19. august 1997. Hagstrøm, V. o.fl. (rit-
stjórar), Universitetsforlaget, Osló 1997, bls. 581.
28 Proposal for a Council Regulation amending Regulation (EC) No 40/94 on the Comm-
unity trademark, COM(2002)767 final, 2002/0308 (CNS), Brussels, 27. desember 2002.
29 Council Regulation (EC) No 422/2004 of 19 February 2004 amending Regulation (EC) No
40/94 on the Community trade mark (Text with EEA relevance), OJ L 070, 9.3.2004, bls. 1-7.
30 Gioia (2004), bls. 976-977.
31 Koktvedgaard og Wallberg (2004), bls. 336, fylgiskjal 3, reglugerð nr. 787 frá 9. september
2003 um umsóknir og skráningu vörumerkja og félagamerkja.
32 Morcom QC, C. og Edenborough, M.: „Relative Grounds for Refusal and Invalidity“. Í
Franzosi, M. (ritstjóri), European Community Trade Mark, Commentary to the European
Community Regulations. Kluwer Law International, 1997, bls. 201.
33 Ryberg o.fl. (2003), bls. 160.
34 Directive 2004/48/EC of the European Parliament and of the Council of 29. April 2004 on
the enforcement of intellectual property rights, OJ L 157, 30.4.2004, bls. 45-87.