Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 15
358
skiptahætti. Þá er í 17. gr. TRIPS-samningsins heimiluð heiðarleg notkun á
lýsandi hugtökum, þrátt fyrir tilvist vörumerkjaskráningar, að því gefnu að
slíkar undantekningar taki tillit til lögmætra hagsmuna eiganda vörumerkis
og þriðju aðila.
3. HLUTVERK VÖRUMERKIS
Í 4. gr. reglugerðarinnar um Evrópuvörumerkið er vörumerki skilgreint
sem tákn sem er til þess fallið að greina vörur eða þjónustu merkiseiganda
frá vörum eða þjónustu annarra. Þessi skilgreining er samhljóða skilgrein-
ingu 2. gr. tilskipunarinnar eins og að framan greinir.45
Hugtakið „tákn“ hefur m.a. verið skilgreint sem skynjanlegt merki sem
bendir á eitthvað annað en sjálft sig.46 Athyglivert er því að fyrir um 40 árum
var sú hugmynd sett fram að vörumerki mætti skilgreina sem merki sem
stuðlað gæti að sölu og tryggt skilyrði til markaðssetningar. Samkvæmt því
væri vörumerkið tákn sem stæði fyrir eitthvað meira en sig sjálft.47 Þessi skil-
greining gildir enn og fræðimenn hafa bent á að segja megi að vörumerki
standi fyrir verðmæti fyrirtækis og mikilvægt sé að vernda slíkt auglýsinga-
verðmæti og viðskiptavild.48
Sumir segja að vörumerki hafi einfaldlega það hlutverk að vera til auð-
kenningar49 en einnig hefur því verið haldið fram að vörumerki hafi þrenns
konar hlutverk, þ.e. upprunahlutverk, þ.e. að benda á uppruna vöru eða þjón-
ustu, gæða- eða ábyrgðarhlutverk, þ.e. að tengja gæði við vöru eða þjónustu,
og fjárfestingar- eða auglýsingahlutverk, sem tengist fjárfestingu í kynningu
á vöru eða þjónustu.50 Af þessum þremur hlutverkum er upprunahlutverkið
45 Í 1. mgr. 2. gr. vml. segir að vörumerki geti verið hvers konar sýnileg tákn sem eru til þess
fallin að greina vörur eða þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra. Í ákvæðinu er
að finna upptalningu á algengustu tegundum tákna sem geta fallið undir vörumerkjahugtakið,
þ.e. orð eða orðasambönd, þar á meðal vígorð, mannanöfn, nöfn á fyrirtækjum eða fasteignum,
bókstafir og tölustafir, myndir og teikningar, og útlit, búnaður eða umbúðir vöru. Í athugasem-
dum við 2. gr. frumvarpsins sem varð að vml. segir m.a. að orðið tákn hafi hér víðtæka merk-
ingu og að miða skuli við hvers konar sýnileg tákn. Það er m.a. gert með hliðsjón af ákvæðum
samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem fjallar um hugverkarétt í
viðskiptum, TRIPS, viðauka 1c, en þar er gert ráð fyrir að unnt sé að setja það skilyrði að tákn
séu sýnileg. Táknin verða einnig að fullnægja því skilyrði að hafa sérkenni og aðgreiningareig-
inleika, sbr. athugasemdir við 13. gr. frumvarpsins. Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 2084-2085.
46 Íslensk orðabók, Edda – útgáfa, Reykjavík 2002, bls. 1571.
47 Koktvedgaard, M.: Immaterialretspositioner. Juristforbundets Forlag, Kaupmannahöfn,
1965, bls. 161 og 444.
48 Levin, M.: „Ny varumärkeslag och ändringar i firmalagen“. Bls. 35 í SOU 2001:26 http://
www.regeringen.se/content/1/c4/06/06/35e48fda.pdf
49 Mollerup, P.: Marks of Excellence: The history and taxonomy of trademarks. Phaidon
Press, 2004, bls. 45.
50 Cornish, W. og Llewelyn, D.: Intellectual Property: Patents, Copyright, Trade Marks and
Allied Rights. 5. útg., London, Sweet & Maxwell, 2003, bls. 586-587.