Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 15
358 skiptahætti. Þá er í 17. gr. TRIPS-samningsins heimiluð heiðarleg notkun á lýsandi hugtökum, þrátt fyrir tilvist vörumerkjaskráningar, að því gefnu að slíkar undantekningar taki tillit til lögmætra hagsmuna eiganda vörumerkis og þriðju aðila. 3. HLUTVERK VÖRUMERKIS Í 4. gr. reglugerðarinnar um Evrópuvörumerkið er vörumerki skilgreint sem tákn sem er til þess fallið að greina vörur eða þjónustu merkiseiganda frá vörum eða þjónustu annarra. Þessi skilgreining er samhljóða skilgrein- ingu 2. gr. tilskipunarinnar eins og að framan greinir.45 Hugtakið „tákn“ hefur m.a. verið skilgreint sem skynjanlegt merki sem bendir á eitthvað annað en sjálft sig.46 Athyglivert er því að fyrir um 40 árum var sú hugmynd sett fram að vörumerki mætti skilgreina sem merki sem stuðlað gæti að sölu og tryggt skilyrði til markaðssetningar. Samkvæmt því væri vörumerkið tákn sem stæði fyrir eitthvað meira en sig sjálft.47 Þessi skil- greining gildir enn og fræðimenn hafa bent á að segja megi að vörumerki standi fyrir verðmæti fyrirtækis og mikilvægt sé að vernda slíkt auglýsinga- verðmæti og viðskiptavild.48 Sumir segja að vörumerki hafi einfaldlega það hlutverk að vera til auð- kenningar49 en einnig hefur því verið haldið fram að vörumerki hafi þrenns konar hlutverk, þ.e. upprunahlutverk, þ.e. að benda á uppruna vöru eða þjón- ustu, gæða- eða ábyrgðarhlutverk, þ.e. að tengja gæði við vöru eða þjónustu, og fjárfestingar- eða auglýsingahlutverk, sem tengist fjárfestingu í kynningu á vöru eða þjónustu.50 Af þessum þremur hlutverkum er upprunahlutverkið 45 Í 1. mgr. 2. gr. vml. segir að vörumerki geti verið hvers konar sýnileg tákn sem eru til þess fallin að greina vörur eða þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra. Í ákvæðinu er að finna upptalningu á algengustu tegundum tákna sem geta fallið undir vörumerkjahugtakið, þ.e. orð eða orðasambönd, þar á meðal vígorð, mannanöfn, nöfn á fyrirtækjum eða fasteignum, bókstafir og tölustafir, myndir og teikningar, og útlit, búnaður eða umbúðir vöru. Í athugasem- dum við 2. gr. frumvarpsins sem varð að vml. segir m.a. að orðið tákn hafi hér víðtæka merk- ingu og að miða skuli við hvers konar sýnileg tákn. Það er m.a. gert með hliðsjón af ákvæðum samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem fjallar um hugverkarétt í viðskiptum, TRIPS, viðauka 1c, en þar er gert ráð fyrir að unnt sé að setja það skilyrði að tákn séu sýnileg. Táknin verða einnig að fullnægja því skilyrði að hafa sérkenni og aðgreiningareig- inleika, sbr. athugasemdir við 13. gr. frumvarpsins. Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 2084-2085. 46 Íslensk orðabók, Edda – útgáfa, Reykjavík 2002, bls. 1571. 47 Koktvedgaard, M.: Immaterialretspositioner. Juristforbundets Forlag, Kaupmannahöfn, 1965, bls. 161 og 444. 48 Levin, M.: „Ny varumärkeslag och ändringar i firmalagen“. Bls. 35 í SOU 2001:26 http:// www.regeringen.se/content/1/c4/06/06/35e48fda.pdf 49 Mollerup, P.: Marks of Excellence: The history and taxonomy of trademarks. Phaidon Press, 2004, bls. 45. 50 Cornish, W. og Llewelyn, D.: Intellectual Property: Patents, Copyright, Trade Marks and Allied Rights. 5. útg., London, Sweet & Maxwell, 2003, bls. 586-587.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.