Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 21
364 B.2 í 6. gr. quinquies Parísarsamþykktarinnar frá árinu 188386 en í samþykkt- inni er talað um upprunastað vöru í stað upprunalands og í reglugerðinni er því bætt við að gefi vörumerkið til kynna aðra eiginleika vöru eða þjónustu skuli synja umsókn um skráningu þess.87 Orðið „lýsa“ er ekki notað í c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Þess í stað er notað orðasambandið „gefa til kynna“88 þegar fjallað er um að meta skuli hvort merki sé lýsandi. Þegar dómstólar eða áfrýjunarnefndir túlka ákvæðin í dómum og úrskurðum er alltaf vísað til reglunnar um lýsandi merki. Orðasambandið „gefa til kynna“ getur haft mismunandi þýðingu, t.d. sýna, birta, auglýsa eða láta í ljósi.89 Orðalag ákvæðis c-liðar 1. mgr. 7. gr. hefur verið túlkað á þann hátt að ekki megi synja umsókn um skráningu merkis aðeins vegna þess að það minni á eitthvað annað, þar sem merki má ekki skrá ef það getur „…gefið til kynna…eiginleika vöru…“.90 Samkvæmt ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. skal meta hvort merki getur talist lýsandi í viðskiptum með vöru eða þjónustu sem það á að auðkenna. Þetta er ítrekað í 8. gr. viðmiðunarreglna skráningarskrifstofu ESB og þar eru dæmi um lýsandi orð fyrir vöru og þjónustu, svo sem „ljós“ fyrir gerð eða tegund, „úrvals“ fyrir gæði, „tala“ fyrir fjölda, „eldhús“ fyrir áætlaða notk- un, „ódýrast“ fyrir verð, staður fyrir upprunaland, ártal fyrir framleiðslu- tíma vöru, „sólarhrings bankaþjónusta“ fyrir tíma þegar þjónusta er innt af hendi, eða aðrir eiginleikar vöru eða þjónustu, s.s. „blýlaust“ fyrir bensín. Í 2. mgr. 7. gr. er kveðið á um að meta beri hvort merki geti talist lýsandi, jafnvel þótt það eigi aðeins við um hluta Evrópusambandsins og í 3. tölul. 2. gr. í viðmiðunarreglunum er sérstaklega tekið fram að það geti verið hvaða hluti sambandsins sem er.91 5.2 Lýsandi, vísbendandi og sterk merki Tilbúin orð, sem hafa enga almenna merkingu eða tengjast ekki vöru eða þjónustu sem þau eiga að auðkenna, eru sterk vörumerki sem hægt er að vernda á viðeigandi hátt gegn yngri vörumerkjum. Dæmi um slík merki eru Kodak fyrir filmur, ljósmyndavörur, myndavélar o.s.frv., Camel fyrir sígarett- ur, Ajax fyrir hreinsiefni, ESSO fyrir olíuvörur og IKEA fyrir húsgögn. Hins vegar eru mörg vörumerki meira eða minna lýsandi. Slík veik vörumerki er 86 Í ákvæðinu segir m.a.: „Trademarks covered by this Article may be neither denied registra- tion nor invalidated except in the following cases: …2. when they are devoid of any distinctive character, or consist exclusively of signs or indications which may serve, in trade, to designate the kind, quality, quantity, intended purpose, value, place of origin, of the goods, or the time of production…“ 87 Mollet-Viéville (1997), bls. 189-190. 88 Enska: „…designate…“. 89 Íslensk orðabók, Edda – útgáfa, Reykjavík 2002, bls. 846. 90 Mollet-Viéville (1997), p. 191. 91 Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar segir: „Paragraph 1 shall apply notwithstanding that the grounds of non-registrability obtain in only part of the Community.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.