Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 22
365
erfitt að vernda þegar þau eru notuð fyrir eins eða líkar vörur og þegar eru
auðkenndar með vörumerki.
Til samanburðar má nefna vísbendandi92 eða leiðandi merki, en erfitt get-
ur verið að skilgreina mörkin milli þeirra og hreinna lýsandi merkja. Gott
dæmi um vísbendandi vörumerki er Top Secret fyrir hártoppa.93 Líta má á
það sem sterkt vísbendandi merki vegna hins gamansama þáttar þess og
því verður línan á milli vísbendandi og sterkra merkja óljós. Mörkin milli
þess hvenær merki getur talist vísbendandi og hvenær lýsandi eru þó algeng-
ara álitaefni.94 Meginreglan er sú að ekki skuli synja umsókn um skráningu
vísbendandi merkja þar sem þau hindra ekki samkeppnisaðila í að koma
sínum eigin vörum eða þjónustu á framfæri. Þetta var staðfest í niðurstöðu
áfrýjunarnefndar skráningarskrifstofu ESB í svokölluðu Oilgear-máli frá
árinu 1998,95 þar sem óskað var skráningar fyrir m.a vökvadælur og hreyfla.
Þar kom einnig fram að fyrirtæki hafi lögmæta hagsmuni af því að nota vís-
bendandi eða leiðandi merki þar sem þau gefa til kynna tengsl við starfsemi,
vörur eða þjónustu fyrirtækisins. Í öðrum úrskurði frá árinu 1998 fjallaði
áfrýjunarnefnd skráningarskrifstofunnar um merkið Netmeeting96 fyrir m.a.
tölvuforrit og margmiðlun. Nefndin hélt því fram að munurinn á lýsandi
og vísbendandi vörumerkjum væri ljós. Vörumerki væri vísbendandi þegar
það vísaði á óbeinan hátt til ákveðins eiginleika vöru eða þjónustu eða þegar
neytandinn þyrfti að hugsa sig um til að átta sig á því að vísbendingarnar
eigi við tiltekna vöru. Þetta hefði hins vegar ekki í för með sér að vísbend-
andi merki ætti að skoða sem sérstaka gerð vörumerkja sem væru alltaf hæf
til skráningar sem slík.97
92 Enska: Suggestive Marks.
93 Lassen, B. S. og Stenvik, A.: Oversikt over norsk varemerkerett, 2. útg., endurskoðuð,
Institutt for privatrett, Osló 2003, bls. 86.
94 Í úrskurði íslensku áfrýjunarnefndarinnar í vörumerkja- og einkaleyfamálum frá 28. apríl
1992 var niðurstaðan sú að merkið Powerware, fyrir sérhæfðan búnað í flokki 9 í vöruskrá,
væri vísbendandi og til þess fallið að vekja hugsanatengsl við vöru sem tengdist afli, krafti eða
orku með einum eða öðrum hætti. Vegna hinnar víðtæku og mismunandi merkingar orðsins
„power“, eftir því í hvaða samhengi það væri notað, taldi nefndin ekki unnt að líta svo á að
það að kenna vöru eða búnað við „power“ lýsti gæðum, ástandi eða eiginleikum vörunnar
eða búnaðarins. Þá var sagt í ákvörðun vörumerkjaskrárritara nr. 11/1996, um skráningarhæfi
merkisins Naggur fyrir matvörur, að orðið „naggur“ gæti verið vísbendandi um stærð vöru en
jafnframt skyldi líta til þess að orðið væri margrætt, þ.e. hefði fleiri en eina merkingu. Loks
var tekið fram í úrskurði áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar frá 22. nóvember
2004 í máli nr. 12/2004, um mat á því hvort merkið Silk Essentials væri lýsandi fyrir tilteknar
hreinlætisvörur, að merkið væri hugsanlega vísbendandi fyrir einhverjar þær vörur sem sótt var
um skráningu á en ekki lýsandi fyrir neina þeirra þannig að það kæmi í veg fyrir skráningu þess
hér á landi. www.els.is
95 Úrskurður R 36/1998-2 frá 22. september 1998, Oilgear, 10. mgr.
96 Úrskurður R 26/1998-3 frá 27. nóvember 1998, Netmeeting.
97 Sami úrskurður, 24.-25 mgr.