Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 25
368
ir tyggigúmmí, væri lýsandi.106 Þessi samsetning tveggja venjulegra enskra
orða, án nokkurs frumleika eða hugmyndaauðgi, bæri væntanlegum neyt-
anda strax þau skilaboð að varan innihéldi tvöfalt venjulegt magn af myntu
eða það væri bragðbætt með tveimur tegundum myntu. Orðið Doublemint
væri því lýsandi fyrir tiltekna eiginleika vörunnar og ekki skráningarhæft
sem vörumerki fyrir þessa vöru skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.
Nefndin benti á að önnur hugsanleg merking orðhlutanna í Doublemint
skipti ekki máli og sagði að þegar meta skuli hvort merki sé lýsandi megi
ekki nota vélrænt niðurstöður úr orðabók án þess að taka tillit til viðskipta-
legs raunveruleika eða hvernig ætlunin sé að nota vörumerkið.107
Í desember 1999 fjallaði áfrýjunarnefnd um hvort skrá mætti merkið Ins-
tant Internet, fyrir hugbúnað sem ætti að auðvelda aðgang að samskipta- og
upplýsinganetum og hugbúnaðarþjónustu.108 Nefndin hélt því fram, líkt og í
Baby-Dry-málinu, að þrátt fyrir að hin áfrýjaða ákvörðun nefndi aðeins til-
tekið ákvæði 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar væri ljóst af forsendum hennar
að annað ákvæði 1. mgr. skipti einnig máli. Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að Instant Internet lýsti gerð og áætlaðri notkun vörunnar eða þjón-
ustunnar sem um var rætt og væri því ekki skráningarhæft skv. c-lið 1. mgr.
Nefndin benti ennfremur á að merkið skorti sérkenni skv. b-lið 1. mgr., en
ákvað þrátt fyrir þetta, í ljósi dóms undirréttar í Baby-Dry-málinu frá 8. júlí
1999, að rétt væri að vísa málinu aftur til skráningaryfirvalda til að fjalla um
áunnið sérkenni merkisins við notkun skv. 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.109
Í janúar 2000 fjallaði áfrýjunarnefnd um hugtakið Easybank, en sótt var
um það sem vörumerki fyrir m.a. nettengda bankaþjónustu.110 Nefndin tók í
grundvallaratriðum þá afstöðu að hugtakið Easybank væri lýsandi og skorti
sérkenni og félli því undir ákvæði b- og c-liða 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.
Hugtakið Easybank var talið einföld samsetning tveggja enskra orða, venju-
leg og laus við tvíræðni, og viðskiptamenn banka, sér í lagi þeir sem væru
eftirtektarsamir, mundu skynja merkið sem lýsingu á eðli þeirrar þjónustu
sem í boði væri en ekki sem vísun til viðskiptalegs uppruna. Nefndin komst
að þeirri niðurstöðu að umrætt hugtak fæli augljóslega í sér lýsandi upplýs-
ingar sem greinilega bentu til gerðar, gæða og þjónustu banka á netinu. Því
var hugtakið óumdeilanlega talið vera lýsandi fyrir nettengda bankaþjón-
ustu.111
Í mars 2000 komst áfrýjunarnefnd að því að hugtakið New Born Baby,
fyrir brúður og fylgihluti þeirra, væri lýsandi í skilningi c-liðar 1. mgr. 7. gr.
106 Úrskurður R 216/1998-1 frá 16. júní 1999, Doublemint.
107 Sami úrskurður, 10.-11. mgr.
108 Úrskurður R 124/1999-1 frá 22. desember 1999, Instant Internet.
109 Sami úrskurður, 12. og 18. mgr.
110 Úrskurður R 316/1999-3 frá 31. janúar 2000, Easybank, 25. og 27. mgr.
111 Mál nr. T-87/00, Bank für Arbeit und Wirtschaft AG v OHIM, frá 5. apríl 2001, (2001)
ECR II-1259, 7. og 18.-19. mgr. (Easybank).