Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 28
371 Hvað snertir túlkun á skilyrðum fyrir synjun skráningar hélt undirrétt- urinn því fram í Trustedlink-málinu í september 2000119 að áfrýjunarnefndin hefði réttilega bent á að sérhvert skilyrði í b-d lið 1. mgr. 7. gr. reglugerð- arinnar hefði sitt eigið gildissvið og að ákvæðin væru hvorki víxlverkandi né útilokuðu hvert annað. Ljóst væri af ákvæðum 1. mgr. 7. gr. að til þess að tákn teldist óhæft til skráningar sem Evrópuvörumerki væri nóg að eitt skilyrði fyrir synjun á skráningu ætti við og jafnvel þótt þessi skilyrði giltu sjálfstætt gætu fleiri en eitt átt við. Að því leyti vísaði undirrétturinn til dóma sinna í Baby-Dry og Companyline málunum. 5.4.1 Dómar undirréttarins Hér verða tveir mikilvægir dómar skoðaðir til að meta hvort undirrétt- urinn hafi á einhvern hátt lagt grunninn að túlkun dómstólsins á c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og hvort hugmyndin um að lýsandi merki skyldu ekki háð einkarétti eiganda vörumerkis hafi verið ríkjandi í niðurstöðum undirréttarins fyrir Baby-Dry-dóminn í september 2001, jafnvel áður en álit Jacobs aðallögsögumanns var lagt fram í apríl sama ár. Fyrri dómurinn frá janúar 2001 fjallar um hugtakið Doublemint, m.a. fyrir tyggigúmmí, sem áfrýjunarnefndin taldi vera lýsandi.120 Undirrétturinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að merkið Doublemint hefði óljósa og vísbendandi merkingu sem hægt væri að túlka á ýmsan hátt og sem slíkt gerði það almenningi ekki kleift að meta eiginleika vörunnar án frekari um- hugsunar. Undirrétturinn hélt því fram að áfrýjunarnefndin hefði haft rangt fyrir sér þegar hún mat hugtakið Doublemint lýsandi. Nefndin hafi sjálf sagt að orðið „double“, sér í lagi í tengslum við orðið „mint“, hefði tvær mismun- andi merkingar fyrir mögulegan neytanda, tvöfalt magn af myntu eða tvær tegundir myntu. Á grundvelli þessa væri ekki hægt að álykta af hugtakinu Doublemint einu hvort varan vísaði til tvöfalds myntuinnihalds, til dæmis af piparmyntu, eða hvort hún væri bragðbætt með tvenns konar myntu, t.d. piparmyntu og hrokkinmyntu.121 Því ályktaði undirrétturinn að það væri strax augljóst að hið samsetta hugtak Doublemint væri margrætt, a.m.k. með tengingu eða óbeinni tilvísun, fyrir venjulegan enskumælandi neytanda. Því kæmi ekki til greina að telja táknið lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerð- arinnar þar sem það hefði óljósa og frumlega merkingu fyrir neytanda sem ekki hefði nægilegt vald á enskri tungu.122 119 Mál nr. T-345/99, Harbinger Corporation v. OHIM. frá 26. október 2000, (2000) ECR II-3525, 31. mgr. (Trustedlink). 120 Mál nr. T-193/99, WM. Wrigley Jr. Company v. OHIM, frá 31. janúar 2001, (2001) ECR II-417. (Doublemint), 30. mgr. 121 Enska: Peppermint and spearmint. 122 Mál nr. T-193/99, Doublemint, 23., 25.-26. og 29. mgr. Sjá einnig Pfeiffer, T.: „Descriptive Trade Marks: The Impact of the Baby-Dry case considered“. E.I.P.R. (2002), bls. 375.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.