Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 29
372 Seinni dómurinn er um hugtakið Easybank.123 Sama dag og Jacobs aðal- lögsögumaður lagði fram álit sitt í Baby-Dry-málinu, þ.e. 5. apríl 2001, komst undirrétturinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að líta á hug- takið Easybank, í tengslum við bankastarfsemi á netinu, sem lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, eins og áfrýjunarnefndin hafði komist að. Undirrétturinn hélt því fram að tengingin milli merkingar hugtaksins Easybank annars vegar og bankaþjónustunnar sem boðin væri á netinu hins vegar virtist of óljós og óákveðin til að hún gæti gert hugtakið lýsandi í tengslum við þá þjónustu. Því gerði hugtakið Easybank sem slíkt neytendum ekki kleift að þekkja strax hina afmörkuðu bankaþjónustu eða einn eða fleiri eiginleika hennar.124 5.4.2 Viðmið undirréttarins Á grundvelli rannsókna minna á dómum undirréttarins er ekki hægt að setja fram almenna staðhæfingu um viðmið sem undirrétturinn notaði fyrir Baby-Dry-málið. Í samanburði við framkvæmd skráningarskrifstofu ESB, við mat á því hvort samsett orðmerki geti talist lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, er hins vegar erfitt að skýra dómana í Doublemint- og Easybank-málunum á annan hátt en að þeir feli í sér breytingu á skráningar- framkvæmd og að niðurstöður undirréttarins hafi þróast í átt að frjáls- legri hugmyndum um skráningarhæfi merkja. Undirrétturinn taldi orðið „double“ vera tvírætt og að það mundi ekki strax og án frekari umhugsunar gefa neytanda upplýsingar um ákveðna eiginleika vörunnar. Síðar hnekkti dómstóllinn niðurstöðunni.125 Í Easybank-málinu hélt undirrétturinn því fram að hugtakið Easybank lýsti ekki sérstaklega eiginleikum fjármálaþjón- ustu. Ein af hugsanlegum skýringum á mismunandi túlkun undirréttarins annars vegar og skráningarskrifstofu ESB hins vegar, en áfrýjunarnefndir höfðu metið bæði merkin lýsandi, gæti verið ósamræmi í nálgun skráningar- skrifstofu ESB við mat á einstökum skilyrðum fyrir synjun umsóknar um skráningu eins og áður hefur verið reifað. Telja verður að orðið Easybank, sem tákn fyrir fjármálaþjónustu eins og bankaþjónustu, sé óhugsandi sem vörumerki og erfitt er að halda því fram að orðasambönd eins og Instant Internet eða New Born Baby í þessu samhengi séu lýsandi ef orð eins og Easybank er það ekki. 123 Mál nr. T-87/00, Easybank, 32. mgr. 124 Sami dómur, 31. mgr. Sjá einnig Harmeling, Hub. J.: „The ECJ Rescues Descriptive Marks“. Managing Intellectual Property, 114. hefti, nóvember 2001, bls. 16. 125 Mál nr. C-191/01 P, WM. Wrigley Jr. Company v. OHIM, frá 23. október 2003, (2003) ECR I-12447 (Doublemint).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.