Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 34
377
an hátt, þ.e. að orðið mætti skilja almennt sem vísbendingu um evrópska
hágæðavöru og þjónustu.
5.5.2.2 Dómar dómstólsins
Næsti dómur dómstólsins sjálfs í kjölfar Baby-Dry sem snerist um túlkun
á ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar er dómurinn í Doublemint-
málinu frá október 2003.146 Dómstóllinn hnekkti þar dómi undirréttarins,
sem taldi augljóst að hugtakið Doublemint væri skráningarhæft þar sem það
væri margrætt, a.m.k. fyrir enskumælandi neytanda, og því væri merkið ekki
lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr.
Í þessu máli vakti dómstóllinn aftur athygli á að það væri í almannaþágu
að synja umsókn um skráningu lýsandi tákna svo allir gætu notað þau. Í
þessu samhengi vísaði dómstóllinn til Windsurfing Chiemsee málsins og
Linde-málsins147 þar sem dómstóllinn mat skráningarhæfi merkja í þrívídd
fyrir m.a. armbandsúr. Þá komst dómstóllinn að því í Doublemint-málinu
að undirrétturinn hefði spurt rangrar spurningar þegar hann kannaði hvort
orðið Doublemint væri eingöngu eða fullkomlega lýsandi. Dómstóllinn benti
á að ekki væri nauðsynlegt að orð væru notuð á lýsandi hátt, nóg væri að orð-
in gætu verið notuð þannig og að ein hugsanleg merking vörumerkisins gæfi
til kynna eiginleika vörunnar.148 Rök undirréttarins um að ekki mætti synja
umsókn um skráningu skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar voru þau að
tákn sem hefðu meira en eingöngu lýsandi merkingu væru hæf til skráningar
sem Evrópuvörumerki og að orðið Doublemint væri ekki hægt að skilgreina
sem eingöngu lýsandi. Því tók undirrétturinn þá afstöðu að ákvæði c-liðar 1.
mgr. 7. gr. yrði að túlka þannig að það útilokaði skráningu vörumerkja sem
væru eingöngu lýsandi fyrir vöru og þjónustu eða eðli hennar. Dómstóllinn
hélt því fram að undirrétturinn hefði notað viðmið um hvort merkið væri
eingöngu lýsandi, en það væru ekki þau viðmið sem ákvæði c-liðar 1. mgr. 7.
gr. kvæði á um. Því hefði undirréttinum ekki tekist að tryggja að aðrir gætu
notað orðið til að gefa til kynna eiginleika vöru sinnar og þjónustu og hefði
því haft rangt fyrir sér um efni ákvæðis c-liðar 1. mgr. 7. gr.149
Í Doublemint-málinu vísaði dómstóllinn ekki beint til Baby-Dry-dómsins
en Jacobs aðallögsögumaður bar saman hugtökin Doublemint og Baby-Dry
í áliti sínu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn ætti að ógilda
dóm undirréttarins í Doublemint-málinu og gagnrýndi rökstuðninginn í
dómnum. Hann sagði ennfremur að áhrif Baby-Dry-dómsins hefðu víða
verið misskilin.150 Í áliti sínu í Baby-Dry-málinu hefði hann lýst þeirri skoðun
146 Mál nr. C-191/01 P, Doublemint.
147 Sameinuð mál nr. C-53/01 to 55/01 Linde AG and Others, frá 8. apríl 2003, (2003) ECR
I-3161, 73. mgr.
148 Mál nr. C-191/01, Doublemint, 32. mgr. dómsins.
149 Sami dómur, 33.-36. mgr.
150 Mál nr. C-191/01 P, Doublemint, 2. mgr. álitsins.