Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 39
382 6. KRAFAN UM SÉRKENNI SKV. B-LIÐ 1. MGR. 7. GR. REGLUGERÐ- ARINNAR 6.1 Almennt Ákvæði þess efnis að synja skuli umsókn um skráningu vörumerkis ef merkið skortir sérkenni er að finna í b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og b-lið 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, sem eru nánast samhljóða. Þessi ákvæði eiga, eins og ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, rætur að rekja til liðar B.2 í 6. gr. quinquies Parísar- samþykktarinnar frá árinu 1883. Nafnorðið „sérkenni“ hefur nokkur samheiti, s.s. einkenni eða auð- kenni.169 Segja má að neikvæða skilyrðið í ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. feli í sér óþarfa tvítekningu með hliðsjón af 4. gr., um tákn sem verða að geta greint vöru eða þjónustu eins aðila frá vöru eða þjónustu annarra. Sérkenni skal meta út frá tilviljanakenndu sambandi milli vöru og táknsins sem á að auðkenna hana. Fæstir gera sér grein fyrir því að tengsl orðsins sápa við fyrirbærið „sápu“ eru tilviljanakennd en ef orðið sápa væri allt í einu notað um bifreiðar væri öllum ljóst að tengslin væru tilviljunarkennd og þar með hefur það sérkenni.170 Í 3. tölul. 8. gr. viðmiðunarreglna skráningarskrifstofu ESB segir að vörumerki megi ekki skorta sérkenni og verði því að gera meira en að lýsa vöru eða þjónustu, annaðhvort í orðum eða myndrænt. Orð eins og „vín“ í tengslum við áfengi skortir sérkenni og breyting á leturgerð, s.s. skáletrun, gefur vörumerki ekki sérkenni ein og sér. Þar sem myndræn framsetning vöru eða þjónustu er óvenjuleg eða frumleg skortir vörumerkið hins vegar ekki sérkenni. Einföld mynstur, eins og hringir eða ferningar, hvort sem er ein og sér eða sett fram með lýsandi táknum teljast venjulega skorta sér- kenni. Einstaka liti, sérstaklega frumliti, í einföldu mynstri skortir venjulega sérkenni. Þegar vörumerki er samsett úr nokkrum táknum sem hvert um sig skortir sérkenni getur það hins vegar haft sérkenni þegar á heildina er litið. Sérkenni tákns liggur ekki endilega í nýnæmi eða frumleika þess því vöru- merki verður að skoða með hliðsjón af notkun tákna. Táknin þurfa ekki að vera ný eða frumleg og nýjungar hafa ekki allar sjálfkrafa sérkenni.171 6.2 Mat á því hvort merki skortir sérkenni 6.2.1 Baby-Dry-dómurinn Þegar dómstóllinn kvað upp dóm í Baby-Dry-málinu ræddi hann ekki sérkenni Baby-Dry með vísan til b-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Í áliti Jacobs aðallögsögumanns var því haldið fram að ekki væri byggt á ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. í málinu og að engin ástæða væri til þess.172 Síðar, í áliti 169 Íslensk orðabók, Edda – útgáfa, Reykjavík 2002, bls. 1269. 170 Mollet-Viéville (1997), bls. 187. 171 Sama heimild, bls. 188. 172 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 56. mgr. álitsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.