Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 43
386 á litum fyrir aðra sem bjóða til sölu vörur eða þjónustu af sömu tegund. Þá sagði dómstóllinn einnig í KWS-málinu191 frá því í október 2004, um mat á skráningarhæfi appelsínuguls litar, að skynjun almennings væri ekki endilega sú sama þegar metnir væru litir og þegar um væri að ræða orð- eða myndmerki þar sem táknið er óháð útliti vörunnar sem það á að auðkenna. Almenningur væri vanur að skynja orð- eða myndmerki strax sem tákn sem auðkenna uppruna vöru, en það sama ætti ekki endilega við þegar táknið og útlit vörunnar haldast í hendur. Í málum sem reyna á hvort litir sem slíkir séu skráningarhæfir sem vörumerki er sérkenni án fyrri notkunar óhugsandi nema í undantekningartilvikum, sérstaklega þegar sú vara eða þjónusta sem merkinu er ætlað að auðkenna er mjög takmörkuð og viðkomandi markaður er mjög lítill.192 Í samanburði við Baby-Dry-dóminn er ljóst að erfiðara er að beita rökum sem byggjast á notkun merkis í samræmi við góða viðskiptahætti í málum sem varða lögun vöru eða lit. Í málum sem snerta orðmerki eða samsett orð- merki er unnt að bera kennsl á eða meta vörumerki eða lýsandi notkun, en slíkt getur verið erfiðara þegar um lögun vöru eða lit er að ræða.193 Í Libertel- málinu kom fram að einkaréttur á lit sem slíkur væri ósamrýmanlegur kerfi sem stuðlaði að frjálsri samkeppni þar sem það gæti haft þau áhrif að mis- muna aðilum á markaði.194 Í úrskurði áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar frá 23. júní 2006 var deilt um hvort brúnn litur hefði nægilegt sérkenni til að fást skráður sem vörumerki fyrir hraðsendingar og tengda þjónustu, en í varakröfu var sett fram takmörkun brúna litarins við alþjóð- legan litakóða: Pantone 4625U.195 191 Mál nr. C-447/02 P, KWS Saat AG v OHIM, frá 21. október 2004, (2004) ECR I-10107. (Orange colour). 192 Sami dómur, 78.-79. mgr. 193 Antill og James (2004), bls. 160. 194 Mál nr. C-104/01, Colour per se, 54. mgr. 195 Úrskurður áfrýjunarnefndar frá 23. júní 2006 í máli nr. 16/2004. Niðurstaða nefndarinnar var sú, með vísan til Libertel málsins, að telja yrði að tilgreining litar með tilvísun til alþjóðlegs litakóða væri nægilega nákvæm til að uppfylla kröfu vörumerkjalaga um að merki skuli vera sýnileg, sbr. 1. mgr. 2. gr. vml., og nægjanlega tilgreind, sbr. 2. málsl. 12. gr. Þá var ekki talið að brúni liturinn væri lýsandi fyrir hraðsendingar og tengda þjónustu og á það bent að flut- ningsþjónusta væri ekki tengd neinum ákveðnum lit. Brúni liturinn var heldur ekki talinn svo sérstakur fyrir þjónustu á sviði flutninga að hann hefði sjálfkrafa sérkenni án notkunar. Því var fallist á þá afstöðu Einkaleyfastofunnar að þjónustan væri ekki mjög afmörkuð, heldur væri um að ræða mjög víðtæka þjónustu á sviði flutninga, og því var talið að brúni liturinn hefði ekki sérkenni í sjálfu sér skv. 1. mgr. 13. gr. vml. fyrir þá þjónustu. Ekki var heldur fallist á að áfrýjandi hefði sýnt fram á að brúni liturinn hefði á umsóknardegi öðlast sérkenni við notkun fyrir þá þjónustu sem sótt var um skráningu fyrir. www.els.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.