Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 47
390 7. NIÐURSTÖÐUR 7.1 Áhrif Baby-Dry-dómsins 7.1.1 Almennt Þar sem Baby-Dry-dómurinn hefur verið miðpunktur umfjöllunarinnar í þessari grein, sem og ítarlegt álit Jacobs aðallögsögumanns, skal metið hvort hægt sé að taka svo sterkt til orða að hann sé tímamótadómur í vörumerkja- rétti eða hvort hann er bara stormur í vatnsglasi. Spyrja má hvort hann hafi orsakað marktæka breytingu í framkvæmd eða hvort hann sé eingöngu dæmi um einstakan dóm sem sýnir frjálslegri viðmið við mat á skráning- arhæfi en áður voru viðtekin venja í mörgum aðildarríkjum ESB. Meðal fræðimanna hafa verið skiptar skoðanir um hvor nálgunin eða afstaðan til skráningarhæfis vörumerkja hafi haft betur, þ.e. annars vegar frjálsleg og nútímaleg nálgun eða íhaldssöm einkaréttarnálgun hins vegar. Dómurinn í Baby-Dry-málinu var kveðinn upp þegar skráningarkerfi Evrópuvörumerkisins var enn í mótun sem sjálfstætt kerfi. Umræður og skrif eru alltaf vísbending um hvaða dómar eru taldir mikilvægir eða jafnvel taldir skipta sköpum á tilteknu sviði, jafnvel þótt röksemdir slíkra dóma geti verið svo óljósar að það gefi tilefni til misvísandi túlkana. Baby-Dry-dómurinn er mikilvægur dómur á sviði vörumerkjaréttar og óháð því hvaða skoðun hafa má á rökstuðningi og niðurstöðum dómsins hefur hann óumdeilanlega leitt til þróunar á skráningarkerfi Evrópuvörumerkisins og haft áhrif á túlkun á vörumerkjalöggjöf aðildarríkjanna sem og utan þeirra. Í áliti Jacobs aðallögsögumanns í Baby-Dry-málinu er að finna túlkun á 4. og 7. gr. reglugerðarinnar, þ.e. um tákn sem geta talist vörumerki og skil- yrði fyrir synjun skráningar. Þar er einnig að finna umfjöllum um samspil ákvæða 7. gr. annars vegar og 12. gr. hins vegar um notkun vörumerkis í samræmi við góða viðskiptahætti. Álit aðallögsögumannsins lagði grunn- inn að niðurstöðum dómsins með því að taka að ákveðnu leyti undir það sjónarmið umsækjanda að hin einkaréttarlega nálgun á vörumerkjavernd, sem kennd er við lönd eins og Bretland og Þýskaland, væri óásættanleg. Sú nálgun miðaði að því að útiloka lýsandi merki frá því að teljast skráning- arhæf. Sú nálgun væri andstæð annarri frjálslegri nálgun, sem lönd eins og t.d. Frakkland og Benelúx-löndin aðhylltust, sem miðaði að því að hvert mál skyldi rannsakað sérstaklega og einungis þau tákn sem væru eingöngu eða fullkomlega lýsandi væru óskráningarhæf fyrir þá vöru eða þjónustu sem þeim væri ætlað að auðkenna.206 7.1.2 Eigandi vörumerkis og hinn almenni neytandi Baby-Dry-dómurinn leiddi athyglina að hugtakinu „hinn almenni neyt- andi“,207 og hver hann er í einstökum tilvikum. Þá vakti dómurinn upp spurningu um fyrirtækið eða eiganda vörumerkis. Spyrja má hvort unnt sé 206 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 47. mgr. álitsins. 207 Enska: Average consumer.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.