Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 53
396 un verði að skoða sérstaklega. Orðmerki sem er lýsandi skortir samkvæmt þessu sérkenni. Ef hugtak er ekki talið lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. getur það samt sem áður talist skorta sérkenni og b-liður 1. mgr. 7. gr. á þá við þar sem sú stað- reynd að merki er ekki lýsandi þýðir ekki sjálfkrafa að það hafi sérkenni. Ef ekki er metið hvort merki er lýsandi og niðurstaðan eingöngu byggð á b-lið 1. mgr. 7. gr. getur það ákvæði staðið eitt og sér samkvæmt dómafram- kvæmd sem byggist á því að ákvæðin skarist en séu óháð hvort öðru og það sé nægilegt að eitt skilyrði synjunar eigi við. Við áfrýjun úrskurðar eða dóms er hins vegar alltaf sá möguleiki fyrir hendi að komist verði að annarri niður- stöðu, þ.e. að merki sem var ekki metið frá því sjónarhorni að það gæti verið lýsandi sé talið vera það og að c-liður 1. mgr. 7. gr. ætti að eiga við. Þá getur úrskurðurinn eða dómurinn verið ógiltur. Staðfest hefur verið að viðmið sem beita skal við mat á lýsandi merkjum skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. byggjast á þeim rökum að allir eigi að geta notað lýs- andi merki. Við túlkun á b-lið 1. mgr. 7. gr. hefur dómstóllinn hins vegar ein- skorðað túlkunina við hlutverk vörumerkis. Samkvæmt þessu er rökrétt að meta þessi tvö ákvæði sjálfstætt. Þegar á þetta er litið er erfitt að samþykkja rökstuðninginn í Baby-Dry-dómnum þar sem ákvæðin voru ekki metin sjálf- stætt heldur túlkaði dómstóllinn þau saman með þeim hætti að niðurstaðan varð óljós og skilaboðin misvísandi. Vissulega er unnt að halda því fram að þróun hafi orðið við mat á skrán- ingarhæfi vörumerkja. Ekki er þó unnt að líta framhjá því að í Whitening Multi-Action úrskurði áfrýjunarnefndar skráningarskrifstofu ESB frá júní 2004228 var því haldið fram að dómafordæmi dómstólsins og undirréttarins og úrskurðir áfrýjunarnefnda sönnuðu eitt öðru fremur, þ.e. að rannsókn vörumerkja væri ekki eins einföld og stundum væri talið. Nefndin nefndi síðan fjögur atriði þar sem viðmiðin virðast enn túlkuð saman. Jafnvel þótt framkvæmd skráningarskrifstofu ESB sé óháð framkvæmd aðildarríkjanna og skráningarkerfi Evrópuvörumerkisins sé ætlað að vera sjálfstætt er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að áratugalöng hefð er fyrir túlkun á efnislega sambærilegum ákvæðum í vörumerkjalögum aðildarríkjanna og í b- og c-liðum 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, sem eiga rætur að rekja til Parísarsamþykktarinnar. Það er því ráðgáta hvers vegna framkvæmdin var ekki samræmdari í raun í mörg ár eftir að hægt varð að skrá Evrópuvörumerki. Niðurstaða mín hvað varðar orðmerki og samsett orðmerki, sem óskað er eftir að fá skráð sem Evrópuvörumerki, er að þar sem rökstuðningurinn að baki hverju skilyrði synjunar sem skoðuð voru í þessari grein er byggður á mismunandi viðmiðum væri eðlilegt að beita skilyrðunum sjálfstætt, en 228 Úrskurður R-118/2003-2 frá 22. júní 2004, Whitening Multi-Action, 11.-12. mgr. Sjá Sim- on, I.: „Trade Marks in Trouble“. E.I.P.R. (2005), bls. 72.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.