Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 61
404
1. HÖFUNDARÉTTUR OG NETIÐ
Internetið eða netið er í dag orðinn sjálfsagður hluti af daglegum veru-
leika almennings1 í tengslum við atvinnu eða afþreyingu.2 Sá hluti netsins
sem flestir notfæra sér er veraldarvefurinn.3 Í árdaga netsins virtust margir
á þeirri skoðun að höfundalög tækju ekki til efnis á netinu. Nú er almennt
meiri skilningur á því að höfundalögin taka til efnis sem birt er á netinu á
sama hátt og annars staðar4 þó menn séu missáttir við það.5
Það að höfundaréttur nái til efnis á netinu er augljóst af orðalagi 2. mgr.
1. gr. höfundalaga nr. 73/1972 (höfl.) en þar er talið upp hvaða verk falla
undir höfundalögin og sérstaklega tekið fram „... á hvern hátt og í hverju
formi sem verkið birtist“. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að óheimil
dreifing verka sem njóta höfundaverndar, sérstaklega tónlistarskráa og kvik-
mynda, fer fram í miklum mæli, aðallega í gegnum svokölluð jafningjanet6
með skráardeiliforritum. Þetta hefur áhrif á sölu7 tónlistar og kvikmynda og
þar með möguleika höfunda og annarra rétthafa til að fá endurgjald fyrir
verk sín. Tilgangur höfundalaga er einmitt að veita höfundum og rétthöfum
1 Árið 2006 voru 84% heimila á Íslandi með tölvu og 83% gátu tengst interneti, sjá skýrslu
Hagstofunnar: „Upplýsingatækni 2006:3“, 3. júlí 2006, Hagtíðindi, 91. árgangur 35. tbl., bls. 1,
aðgengilegt á netinu á slóðinni http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=4476
2 Í nýútkominni skýrslu OECD um nettengingar í aðildarríkjum stofnunarinnar kemur fram
að áskrifendum háhraðatengingar fjölgaði um 33% úr 136 milljónum í 181 milljón frá júní á
síðasta ári og þar til í júní á þessu ári. Íslendingar skipa sér í þriðja sæti á lista yfir þau ríki þar
sem útbreiðslan er mest, sjá „OECD Broadband Statistics to June 2006“, sótt þann 14. október
2006 á http://www.oecd.org/document/9/0,2340,en_2649_34223_37529673_1_1_1_1,00.html.
3 Á ensku „World Wide Web“. Í daglegu tali er sagt „fara á netið“ eða „vafra á netinu“ þegar
verið er að nota veraldarvefinn..
4 Sjá þó tilvitnun á íslensku Wikipedia síðunni þar sem verið er að ræða um hvernig íslenskir
notendur nálgist svokallaðar „anime“ kvikmyndir. Þar segir að flestir nálgist þær í gegnum int-
ernetið þrátt fyrir „óvissu“ um höfundarétt, sjá greinina „Anime á Íslandi“ á www.wikipedia.
is.
5 Margir telja að einkarétturinn gangi of langt og það kristallist í eftirfylgni vegna dreifingar
verka á netinu og t.d. hefur verið stofnaður sérstakur „sjóræningjaflokkur“ í Svíþjóð sem hefur
það sem helsta stefnumál sitt að höfundalög verði endurskoðuð og „milduð“ gagnvart notend-
um, sjá „Pro file-sharing party fails to win seat, but puts P2P on the agenda“ eftir Danowsky,
P. og Nilsson, A., í World Copyright Law Report þann 12. október 2006, sjá http://www.world-
copyrightlawreport.com/, sótt sama dag.
6 Á ensku „peer-to-peer“ eða P2P.
7 Sjá t.d. skýrslu International Federation of the Phonographic Industry (IFPI), The Recording
Industry 2006; Piracy Report; Protecting Creativity in Music, aðgengileg á netinu á http://www.
ifpi.org/content/library/piracy-report2006.pdf, síðast sótt 30. október 2006, (hér eftir nefnd
IFPI Piracy Report 2006), bls. 4. Ekki er þó sjálfgefið að hægt sé að sýna fram á beint orsaka-
samhengi á milli samdráttar í tónlistarsölu og skráarskipta í jafningjanetum, sjá skýrslu Org-
anisation for Economic Co-operation and Development (OECD), „Digital Broadband Content:
Music“, DSTI/ICCP/IE(2004)12/FINAL, 13. desember 2005, bls. 76-78, aðgengileg á http://
www.oecd.org/dataoecd/13/2/34995041.pdf.