Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 61
404 1. HÖFUNDARÉTTUR OG NETIÐ Internetið eða netið er í dag orðinn sjálfsagður hluti af daglegum veru- leika almennings1 í tengslum við atvinnu eða afþreyingu.2 Sá hluti netsins sem flestir notfæra sér er veraldarvefurinn.3 Í árdaga netsins virtust margir á þeirri skoðun að höfundalög tækju ekki til efnis á netinu. Nú er almennt meiri skilningur á því að höfundalögin taka til efnis sem birt er á netinu á sama hátt og annars staðar4 þó menn séu missáttir við það.5 Það að höfundaréttur nái til efnis á netinu er augljóst af orðalagi 2. mgr. 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972 (höfl.) en þar er talið upp hvaða verk falla undir höfundalögin og sérstaklega tekið fram „... á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist“. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að óheimil dreifing verka sem njóta höfundaverndar, sérstaklega tónlistarskráa og kvik- mynda, fer fram í miklum mæli, aðallega í gegnum svokölluð jafningjanet6 með skráardeiliforritum. Þetta hefur áhrif á sölu7 tónlistar og kvikmynda og þar með möguleika höfunda og annarra rétthafa til að fá endurgjald fyrir verk sín. Tilgangur höfundalaga er einmitt að veita höfundum og rétthöfum 1 Árið 2006 voru 84% heimila á Íslandi með tölvu og 83% gátu tengst interneti, sjá skýrslu Hagstofunnar: „Upplýsingatækni 2006:3“, 3. júlí 2006, Hagtíðindi, 91. árgangur 35. tbl., bls. 1, aðgengilegt á netinu á slóðinni http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=4476 2 Í nýútkominni skýrslu OECD um nettengingar í aðildarríkjum stofnunarinnar kemur fram að áskrifendum háhraðatengingar fjölgaði um 33% úr 136 milljónum í 181 milljón frá júní á síðasta ári og þar til í júní á þessu ári. Íslendingar skipa sér í þriðja sæti á lista yfir þau ríki þar sem útbreiðslan er mest, sjá „OECD Broadband Statistics to June 2006“, sótt þann 14. október 2006 á http://www.oecd.org/document/9/0,2340,en_2649_34223_37529673_1_1_1_1,00.html. 3 Á ensku „World Wide Web“. Í daglegu tali er sagt „fara á netið“ eða „vafra á netinu“ þegar verið er að nota veraldarvefinn.. 4 Sjá þó tilvitnun á íslensku Wikipedia síðunni þar sem verið er að ræða um hvernig íslenskir notendur nálgist svokallaðar „anime“ kvikmyndir. Þar segir að flestir nálgist þær í gegnum int- ernetið þrátt fyrir „óvissu“ um höfundarétt, sjá greinina „Anime á Íslandi“ á www.wikipedia. is. 5 Margir telja að einkarétturinn gangi of langt og það kristallist í eftirfylgni vegna dreifingar verka á netinu og t.d. hefur verið stofnaður sérstakur „sjóræningjaflokkur“ í Svíþjóð sem hefur það sem helsta stefnumál sitt að höfundalög verði endurskoðuð og „milduð“ gagnvart notend- um, sjá „Pro file-sharing party fails to win seat, but puts P2P on the agenda“ eftir Danowsky, P. og Nilsson, A., í World Copyright Law Report þann 12. október 2006, sjá http://www.world- copyrightlawreport.com/, sótt sama dag. 6 Á ensku „peer-to-peer“ eða P2P. 7 Sjá t.d. skýrslu International Federation of the Phonographic Industry (IFPI), The Recording Industry 2006; Piracy Report; Protecting Creativity in Music, aðgengileg á netinu á http://www. ifpi.org/content/library/piracy-report2006.pdf, síðast sótt 30. október 2006, (hér eftir nefnd IFPI Piracy Report 2006), bls. 4. Ekki er þó sjálfgefið að hægt sé að sýna fram á beint orsaka- samhengi á milli samdráttar í tónlistarsölu og skráarskipta í jafningjanetum, sjá skýrslu Org- anisation for Economic Co-operation and Development (OECD), „Digital Broadband Content: Music“, DSTI/ICCP/IE(2004)12/FINAL, 13. desember 2005, bls. 76-78, aðgengileg á http:// www.oecd.org/dataoecd/13/2/34995041.pdf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.