Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 63
406 vegna aukinna dreifingarmöguleika höfundaréttarverndaðs efnis á netinu.12 Tilskipunin sem er hluti af EES-samningnum var innleidd í höfundalögin með lögum nr. 9/2006.13 1.2 Eintakagerð og netið Skilgreining á því hvað telst vera eintakagerð er að finna í 1. mgr. 2. gr. höfl. en þar segir: „Það er eintakagerð, þegar hugverk (bókmenntaverk eða listaverk) er tengt hlutum, einum eða fleiri.“ Spyrja má hvort skilgreining 1. mgr. 2. gr. höfundalaga taki til stafrænna eintaka? Skilgreining 2. gr. til- skipunar nr. 2001/29/EB er mun víðtækari en þar segir að aðildarríki skuli kveða á um „einkarétt til að heimila eða banna, með beinum eða óbein- um hætti, tímabundna eða varanlega eftirgerð með hvaða hætti sem er og í hvaða formi sem er, í heild eða að hluta“. Ljóst er að einkarétturinn til eintakagerðar samkvæmt tilskipuninni nær til allrar eftirgerðar, án tillits til hvort um hliðræna eða stafræna eintakagerð er að ræða, og burtséð frá því hvaða tækni er notuð við eintakagerðina eða hvort um áþreifanlegt eintak er að ræða eða ekki og hvort tilurð eintaksins er tímabundin eða ekki. Sam- kvæmt orðanna hljóðan nær skilgreining íslensku höfundalaganna hins veg- ar eingöngu til áþreifanlegra eintaka. Það endurspeglar tæknistig þess tíma, þ.e. ársins 1972, þegar lögin voru upphaflega samin. Hins vegar var það mat löggjafarvaldsins þegar tilskipunin var innleidd í íslensk höfundalög árið 2006 að ákvæði 1. mgr. 2. gr. höfl. væri túlkað á þann hátt að það næði til allra þeirra réttinda sem talin væru upp í 2. gr. tilskipunarinnar og því þyrfti ekki að breyta því.14 Það hefði þó verið til skýringarauka ef sett hefði verið svipað ákvæði og er að finna í 2. mgr. 2. gr. dönsku höfundalaganna15 þar sem segir í lauslegri þýðingu: „Það telst einnig eintakagerð að flytja verk á búnað sem hægt er að afrita það af.“16 Þrátt fyrir að ákvæði 1. mgr. 2. gr. höfl. hafi ekki verið breytt er ljóst að það telst eintakagerð að setja efni á netið (upphal)17 og að sækja efni af netinu og hlaða því á einstaka tölvu (nið- 12 Sjá I. kafla almennra athugasemda með frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum, lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi, 2005-2006, 222. mál, þingskjal 777, hér eftir nefnt frum- varpið til höfundalaga 2006. 13 Sjá umfjöllun um innleiðingu tilskipunarinnar í Rán Tryggvadóttir: „Áhrif nýrrar tækni á höfundarétt“. Lögrétta, 1/2006, bls. 29-49. 14 Sjá fylgiskjal II með frumvarpi til höfundalaga 2006. 15 Bekendtgørelse af lov om ophavsret, LBK nr. 763 af 30/06/2006, sótt á slóðina http://www.retsinfo.dk/_GETDOCM_/ACCN/A20060076329 þann 19. október 2006. 16 „Som fremstilling af eksemplarer anses også det forhold, at værket overføres på indretn- inger, som kan gengive det.“ 17 Á þetta reyndi m.a. fyrir bandarískum rétti í málinu UMG Recordings, INC. gegn MP3. COM, INC. Veffyrirtækið M hlóð á netþjón sinn tugum þúsunda geisladiska á MP3 formi og bauð síðan áskrifendum beinlínuaðgang í gegnum vefsíðu sína að þeim skrám ef áskrifend- urnir sönnuðu að þeir ættu fyrir viðkomandi geisladisk/a. Stefnendur málsins voru handhafar höfundaréttar verka á viðkomandi geisladiskum og töldu þessa þjónustu M vera brot á höf- undarétti sínum. Dómurinn taldi að M hefði brotið á einkarétti rétthafa til að gera eintök. Sjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.