Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 64
407 urhal), eins og t.d. þegar MP3 tónlistarskrár18 eru sóttar af netinu og hlaðið niður á einstaklingstölvur.19 Ljóst er að það að setja efni á netið telst bæði eintakagerð og birting efnis og er því ótvírætt brot á höfundalögum ef það er gert án heimildar rétthafa. Spurningin er hins vegar hvort það að hlaða tónlistarskrám af netinu á eigin tölvu teljist eintakagerð til einkanota, þ.e. heimil eintakagerð á grundvelli 1. mgr. 11. gr. höfl. Telja verður að svo sé, þ.e. ef skráin er eingöngu sett á viðkomandi tölvu og er ekki gerð aðgengileg neinum nema eiganda hennar og nánasta fólki í kringum hann. Það að hlaða niður skrám með vernduðum verkum á eigin tölvu sem síðan verður deilt með öðrum á jafningjaneti telst aftur á móti ekki lengur eintakagerð til einkanota þar sem viðkomandi er jafnframt að gera efnið aðgengilegt fyrir almenning.20 Á þetta reyndi fyrir héraðsdómi Osló árið 2005.21 Ákærði S átti og rak þrjá tengipunkta í Noregi sem voru hluti af Direct Connect jafningjanetum. Ákært var m.a. fyrir óheimila eintakagerð vegna fjölda tónlist- arskráa sem ákærði hafði hlaðið niður á sína einkatölvu án heimildar rétthafa. Talið var að fyrir lægi að ákærði ætlaði sér að deila þeim með öðrum í gegnum jafningjanetið og þar með væri ekki hægt að líta svo á að eintakagerðin væri heimil á grundvelli ákvæðis norsku höfundalaganna um eintakagerð til einka- nota. S var því sakfelldur fyrir ólögmæta eintakagerð. Annað álitamál er hvort heimildin til að gera eintök til einkanota sé bundin því að notuð séu lögleg eintök til afritunar, þ.e. er hægt að gera lög- legt afrit af ólöglegu eintaki verks? Þegar norrænu höfundalögin, sem eru fyrirmynd íslensku höfundalaganna,22 voru sett leiddu menn ekki hugann að þeirri spurningu. Hliðræn eintakagerð var allsráðandi og hliðræn tækni United States District Court for the Southern District of New York, 2000 U.S.Dist. LEXIS 5761, 4. maí 2000, aðgengilegur á slóðinni http://www.law.uh.edu/faculty/cjoyce/copyright/release10/UGM.html, síðast sótt 19. október 2006. 18 MP3 skrár eru tónlistarskrár sem hefur verið þjappað saman með staðlaðri MP3 tækni í allt að 1/12 af upphaflegri skráarstærð, sjá nánar á http://searchsmb.techtarget.com/sDef- inition/0,290660,sid44_gci212600,00.html. 19 Sjá t.d. Heine, K., von Haller Grönbæk, M. og Trzaskowski, J.: Internetjura. 2. útgáfa, Kaupmannahöfn 2002, bls. 394. 20 Hjördís Halldórsdóttir: „Enforcement of Copyright – A Reflection on Injunctions in the Information Society“. Scandinavian Studies in Law, Vol 47, bls. 157. Það er mjög oft skilyrði fyrir aðild að jafningjanetum að gera efni aðgengilegt öðrum, sbr. t.d. reglur jafningjanetsins Istorrent, sjá http://torrent.is/ 21 Oslo tingrett, 27. maí 2005, (TOSLO -2004-94328 – RG-2005-1627), hér nefnt norska Di- rect Connect málið. 22 Sjá Páll Sigurðsson: Höfundaréttur. Reykjavík 1994, bls. 42-43, og almennar athugasemdir með frumvarpi til höfundalaga, lagt fyrir Alþingi á 92. löggjafarþingi, 1971-1972, þingskjal 505, 238. mál, Alþingistíðindi 1971 A, bls. 1275.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.