Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 66
409 sýnt opinberlega33 eða gefið út og dreift, sbr. 2. mgr. 2. gr. höfl. Birtingarrétt- ur höfunda samkvæmt norrænum höfundarétti hefur verið talinn þrískiptur: Flutningsréttur, sýningarréttur og dreifingarréttur.34 Spurningin hefur verið undir hvaða flokk birting á netinu fellur. Niðurstaðan hefur verið sú að birt- ing á netinu falli undir flutningsrétt.35 Tilskipun nr. 2001/29/EB kveður á um að aðildarríki skuli veita höfund- um einkarétt til að miðla efni til almennings í gegnum þráð eða þráðlaust, sbr. 1. tl. 3. gr., og þar með talinn réttinn til að miðla efni með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkunum á þeim stað og á þeirri stundu sem hann sjálfur kýs.36 Síðast taldi hluti miðlunarréttarins (sem hér verður nefndur „beinlínuréttur“37) er einnig tryggður ákveðnum handhöf- um skyldra réttinda, sbr. 2. tl. 3. gr. tilskipunarinnar. Miðlunarréttur til- skipunarinnar telst vera undirflokkur flutningsréttar.38 Þegar tilskipunin var innleidd hér var ekki talin þörf á að að breyta ákvæðum höfundalaga um birtingarrétt höfunda þar sem skilgreining hugtaksins birting í íslenskum höfundalögum væri það víðtæk að hún tæki til miðlunarréttarins, einnig að því er varðar beinlínuréttinn.39 Flutningsréttur listflytjenda og framleiðenda hljóðrita er hins vegar háður afnotakvöð að því er varðar útgefin hljóðrit, sbr. 1. mgr. 47. gr. höfl.40 Tilskipun nr. 2001/29/EB heimilar ekki slíka tak- mörkun á beinlínurétti listflytjenda og framleiðenda hljóðrita og því var 1. mgr. 47. gr. breytt með 10. gr. laga nr. 9/200641 til að undanþiggja beinlínu- réttinn afnotakvöðinni.42 Það telst því birting í skilningi höfundalaga að setja höfundaréttarvernd- að efni á netið þannig að aðrir geti nálgast það, t.d. á vefsíðu.43 Einnig telst það birting í skilningi höfundalaga að veita öðrum aðgang að vernduðum verkum sem geymd eru á tölvum, hvort sem um er að ræða einstaklingstölvu 33 Sýningarrétturinn tekur til þess að áþreifanlegt eintak er sýnt opinberlega, t.d. á málverka- sýningu. 34 Koktvedgaard, M.: Lærebog i Immaterialret. 7. útg. í umsjón Jens Schovsbo, Kaupmanna- höfn 2005, bls. 115-116. 35 Sjá umfjöllun um þetta atriði Heine o.fl.: Internetjura, bls. 404-411. 36 Sjá umfjöllun um miðlunarréttinn í Rán Tryggvadóttir: „Áhrif nýrrar tækni ...“, bls. 33- 35. 37 Á ensku „on-demand availability right“. 38 Sjá Scönning, P.: Ophavsretsloven med kommentar. 3. útgáfa, Kaupmannahöfn 2003, bls. 151 og umfjöllun um 4. tl. 1. gr. danska frumvarpsins „Forslag til Lov om ændring af ophavs- retsloven“ (L 19), sem lagt var fram 2. október 2002 af menntamálaráðherra til innleiðingar á tilskipun nr. 2001/29/EB, hér eftir nefnt danska frumvarpið frá 2002, nr. L 19. 39 Sjá fylgiskjal II með frumvarpinu til höfundalaga 2006. 40 Er það í samræmi við ákvæði Rómarsáttmálans um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóð- rita og útvarpsstofnana, Stjórnartíðindi C-deild, auglýsing nr. 2/1994. 41 Lög um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972, með síðari breytingum. 42 Sjá fylgiskjal II með frumvarpinu til höfundalaga 2006, athugasemdir með 9. gr. frum- varpsins og umfjöllun um þetta atriði í Rán Tryggvadóttir: „Áhrif nýrrar tækni ...“, bls. 35. 43 Sbr. UMG Recordings, INC. gegn MP3.COM, INC., US District Court for the Southern District of New York, 2000.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.