Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 66
409
sýnt opinberlega33 eða gefið út og dreift, sbr. 2. mgr. 2. gr. höfl. Birtingarrétt-
ur höfunda samkvæmt norrænum höfundarétti hefur verið talinn þrískiptur:
Flutningsréttur, sýningarréttur og dreifingarréttur.34 Spurningin hefur verið
undir hvaða flokk birting á netinu fellur. Niðurstaðan hefur verið sú að birt-
ing á netinu falli undir flutningsrétt.35
Tilskipun nr. 2001/29/EB kveður á um að aðildarríki skuli veita höfund-
um einkarétt til að miðla efni til almennings í gegnum þráð eða þráðlaust,
sbr. 1. tl. 3. gr., og þar með talinn réttinn til að miðla efni með þeim hætti
að hver og einn geti fengið aðgang að verkunum á þeim stað og á þeirri
stundu sem hann sjálfur kýs.36 Síðast taldi hluti miðlunarréttarins (sem hér
verður nefndur „beinlínuréttur“37) er einnig tryggður ákveðnum handhöf-
um skyldra réttinda, sbr. 2. tl. 3. gr. tilskipunarinnar. Miðlunarréttur til-
skipunarinnar telst vera undirflokkur flutningsréttar.38 Þegar tilskipunin var
innleidd hér var ekki talin þörf á að að breyta ákvæðum höfundalaga um
birtingarrétt höfunda þar sem skilgreining hugtaksins birting í íslenskum
höfundalögum væri það víðtæk að hún tæki til miðlunarréttarins, einnig að
því er varðar beinlínuréttinn.39 Flutningsréttur listflytjenda og framleiðenda
hljóðrita er hins vegar háður afnotakvöð að því er varðar útgefin hljóðrit,
sbr. 1. mgr. 47. gr. höfl.40 Tilskipun nr. 2001/29/EB heimilar ekki slíka tak-
mörkun á beinlínurétti listflytjenda og framleiðenda hljóðrita og því var 1.
mgr. 47. gr. breytt með 10. gr. laga nr. 9/200641 til að undanþiggja beinlínu-
réttinn afnotakvöðinni.42
Það telst því birting í skilningi höfundalaga að setja höfundaréttarvernd-
að efni á netið þannig að aðrir geti nálgast það, t.d. á vefsíðu.43 Einnig telst
það birting í skilningi höfundalaga að veita öðrum aðgang að vernduðum
verkum sem geymd eru á tölvum, hvort sem um er að ræða einstaklingstölvu
33 Sýningarrétturinn tekur til þess að áþreifanlegt eintak er sýnt opinberlega, t.d. á málverka-
sýningu.
34 Koktvedgaard, M.: Lærebog i Immaterialret. 7. útg. í umsjón Jens Schovsbo, Kaupmanna-
höfn 2005, bls. 115-116.
35 Sjá umfjöllun um þetta atriði Heine o.fl.: Internetjura, bls. 404-411.
36 Sjá umfjöllun um miðlunarréttinn í Rán Tryggvadóttir: „Áhrif nýrrar tækni ...“, bls. 33-
35.
37 Á ensku „on-demand availability right“.
38 Sjá Scönning, P.: Ophavsretsloven med kommentar. 3. útgáfa, Kaupmannahöfn 2003, bls.
151 og umfjöllun um 4. tl. 1. gr. danska frumvarpsins „Forslag til Lov om ændring af ophavs-
retsloven“ (L 19), sem lagt var fram 2. október 2002 af menntamálaráðherra til innleiðingar á
tilskipun nr. 2001/29/EB, hér eftir nefnt danska frumvarpið frá 2002, nr. L 19.
39 Sjá fylgiskjal II með frumvarpinu til höfundalaga 2006.
40 Er það í samræmi við ákvæði Rómarsáttmálans um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóð-
rita og útvarpsstofnana, Stjórnartíðindi C-deild, auglýsing nr. 2/1994.
41 Lög um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972, með síðari breytingum.
42 Sjá fylgiskjal II með frumvarpinu til höfundalaga 2006, athugasemdir með 9. gr. frum-
varpsins og umfjöllun um þetta atriði í Rán Tryggvadóttir: „Áhrif nýrrar tækni ...“, bls. 35.
43 Sbr. UMG Recordings, INC. gegn MP3.COM, INC., US District Court for the Southern
District of New York, 2000.