Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 69
412 Engin ein tölva inniheldur allar þær upplýsingar sem eru aðgengilegar not- endum jafningjanetsins. Þvert á móti hefur hver tölva í jafningjanetinu efni sitt aðgengilegt fyrir aðrar tölvur í sama neti, þannig að hver tölva í þessu samhengi er bæði móttakandi og sendandi. Af þeim sökum verður skráar- deiliforritið sem er grundvöllur jafningjanetsins að hafa einhverja aðferð til að gera yfirlit yfir þær upplýsingar/skrár sem eru aðgengilegar þannig að notendur jafningjanetsins geti notfært sér þær. Skráardeiliforritið virkar á þann máta að með aðstoð internetsins tengir það notendur við aðra notend- ur þess. Jafningjanetið samanstendur á hverjum tíma af þeim notendum sem eru tengdir netinu á þeim tíma.56 Yfirlit yfir aðgengilegt efni á jafningjanet- um er mismunandi eftir skráardeiliforritum. Eins og að framan greinir þá telst það brot á höfundarétti að veita öðrum aðgang að skrám sem geymdar eru á einstaklingstölvum í gegnum jafningja- net. En hvað með ábyrgð forsvarsmanna jafningjanetanna? Um það hafa gengið mörg dómsmál víða um heim og verður hér litið á þau helstu. Engin slík mál hafa komið fyrir íslenska dómstóla, eins og að framan greinir, en nokkur mál hafa komið til kasta norrænna frændþjóða okkar. Vegna þeirrar nánu samvinnu og samræmingar sem gætt hefur á vettvangi höfundaréttar hjá Norðurlandaþjóðum og sem Ísland hefur fylgt57 verður að telja að nið- urstaða þeirra mála hafi verulegt fordæmisgildi hér á landi. Þegar litið er til ábyrgðar forsvarsmanna skráardeiliforritanna og jafn- ingjanetanna þá getur mismunandi uppbygging þeirra haft áhrif á nið- urstöður mála, sérstaklega hvort jafningjanetin byggi á skráardeiliforritum með miðlægum netþjónum eða ekki. 2.1 Skráardeiliforrit með miðlægum netþjónum Fyrstu forritin byggðu á því að upplýsingarnar um aðgengilegar skrár/ upplýsingar á viðkomandi jafningjanetum væru á einum eða fleiri miðlægum vefþjónum, t.d. í Direct Connect og Napster jafningjanetum. Direct Con- nect jafningjanet byggja á miðlægum tengipunktum/deiliboxum sem hafa að geyma lista yfir meðlimi jafningjanetsins og aðgengilegar skrár.58 Það reyndi á ábyrgð forráðamanna slíks jafningjanets í norska Direct Connect málinu.59 Í málinu var S ákærður m.a. fyrir hlutdeild í brotum annarra þátttakenda í Di- rect Connect jafningjaneti með því að eiga og reka tengipunkta. Talið var að S væri sekur um hlutdeildarbrot skv. 2. mgr. 54. gr. norsku höfundalaganna í brot- 56 Sjá umfjöllun á www.wikipedia.org um jafningjanet (p2p) og í dómi bandaríska áfrýjunar- dómstólsins í Grokster málinu, sjá Metro-Goldwyn Mayer Studios Inc. et al v. Grokster et al, Court of Appeals of the 9th Circuit (380 F. 3d 1154), kveðinn upp 19. ágúst 2004, bls. 11731-2. 57 Sjá Páll Sigurðsson: Höfundaréttur. Reykjavík 1994, bls. 42-43, og almennar athugasemdir með frumvarpi til höfundalaga, Alþingistíðindi 1971 A, bls. 1275. 58 Sjá um Direct Connect á www.wikipedia.org. 59 Oslo tingrett, 27. maí 2005.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.