Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 70
413 um annarra notenda jafningjanetsins sem gerðu efni sitt aðgengilegt almenningi með notkun þess. Þrátt fyrir að engar skrár færu í gegnum tengipunktana og að forsvarsmaður tengipunktanna hefði ekki möguleika á að stjórna hvaða skrám notendur skiptust á þá var talið að það væri ásetningur ákærða með rekstri tengipunktanna að gera efni verndað að höfundarétti aðgengilegt almenningi án heimildar rétthafa. Ákærði hefði verið virkur í rekstri tengipunktanna og m.a. verið með tækniaðstoð við notendur tengipunktanna. Ekki var talið að norsku lögin um takmörkun ábyrgðar milligönguaðila rafrænna viðskipta60 ættu við þar sem ákærði vann með þeim sem skiptust á skrám í jafningjanetinu. Í hinum velþekkta bandaríska Napsterdómi61 frá 2001 var komist að þeirri niðurstöðu að forráðamenn skráardeiliforritsins Napster bæru hlut- deildarábyrgð á höfundaréttarbrotum notenda jafningjanetsins þar sem þeir hefðu haft möguleika á að að hindra dreifingu ólögmæts efnis meðal not- enda forritsins þar sem þeir réðu yfir netþjóninum sem hafði yfirlit yfir að- gengilegar skrár. Í kjölfar dómsins komu á sjónarsviðið ýmis ný skráardeili- forrit sem ekki byggðu á miðstýrðum upplýsingum um aðgengilegar skrár á jafningjanetinu.62 2.2 Skráardeiliforrit án miðlægra netþjóna Fyrstu útgáfur slíkra dreifstýrðra skráardeiliforrita byggðu á að yfirlit skráa væri eingöngu á viðkomandi notendatölvum og forritið sendi leit- arbeiðni á allar tölvur sem tengdar væru jafningjanetinu, t.d. fyrstu útgáfur forritsins Gnutella. Ókosturinn við það kerfi var að kraftminni tölvur í jafn- ingjanetinu sköpuðu flöskuhálsa sem hægðu á skráarskiptum allra notenda netsins.63 Það leiddi til þess að þróuð voru svonefnd ofurhnúta skráardeili- forrit, þ.e. forritið valdi kraftmestu tölvur jafningjanetsins sem upplýs- ingamiðstöðvar um aðgengilegar skrár.64 Þessi dreifstýrðu skráardeiliforrit virtust koma í veg fyrir að hægt væri að dæma forsvarsmenn þeirra ábyrga fyrir hlutdeild í höfundaréttarbrotum notenda þess. Þannig var niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls í Kazaa málinu svonefnda.65 Niðurstaðan var byggð á því að þar sem Kazaa skráardeiliforritið byggði ekki á þjónustu miðlægs netþjóns þá hefðu forsvarsmenn forritsins enga möguleika á að stjórna notkun þess eftir að notandi hefði hlaðið forritinu niður. Í því sam- bandi var vitnað til þess að umferð um jafningjanetið hefði lítið breyst við 60 Sbr. VI. kafli laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. 61 A&M Records v. Napster, Inc., 12. feb. 2001 (US Court of Appeals for the Ninth Circuit), aðgengilegur á vefsíðu dómstólsins á slóðinni: http://www.ce9.uscourts.gov/web/newopinions. nsf/0/c4f204f69c2538f6882569f100616b06?OpenDocument , síðast sótt 23. okt. 2006. 62 Heine o.fl.: Internetjura, bls. 460. 63 Sjá umfjöllun um Gnutella forritið á www.wikipedia.org. 64 Ofurhnútatæknin var hönnuð af hollensku fyrirtæki Kazaa BV og markaðssett undir heit- inu „FastTrack“. 65 Kazaa B.V. gegn Buma/Stemra, 28. mars 2002, Appeals Court Amsterdam (1370/01SKG), hér eftir nefnt „hollenska Kazaa málið“ eða „Kazaa I“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.