Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 73
416 af ásetningi hvatt til brota og óbein/hlutlæg ábyrgð stofnaðist ef viðkomandi aðili hagnaðist á frumbrotum án þess að reyna að koma í veg fyrir brotin.80 Á öllum dómstigum var vitnað í niðurstöðu hins svokallaða Betamax máls, en sá dómur féll í Hæstarétti Bandaríkjanna árið 1984.81 Í því máli var fjallað um hvort framleiðendur og söluaðilar Betamax vídeóupp- tökuvéla, sem voru þá nýkomnar á markað, væru meðábyrgir fyrir höfundarétt- arbrotum sem kaupendur vélanna hugsanlega fremdu með því að taka upp efni sem verndað væri höfundarétti úr sjónvarpi. Niðurstaða Hæstaréttar í því máli var að svo væri ekki. Tekið var fram að höfundaréttarvernd byggði alfarið á sett- um lögum og að í málum sem þessum þar sem löggjafarþingið hefði ekki markað stefnuna bæri að fara varlega í að dæma að um höfundaréttarbrot væri að ræða. Áréttað var að einstaklingar hefðu rétt til eintakagerðar á grundvelli „fair use“82 heimildarinnar. Ekki var talið nægilegt til að fella ábyrgð á aðila að hann hefði útvegað búnað sem mögulega mætti nota til höfundaréttarbrota og hvatt til að- gerða sem hugsanlega gætu talist höfundaréttarbrot í auglýsingum. Skilyrðið um að aðili hefði tök á að hafa eftirlit með notum annarra á höfundavernduðu efni væri ekki uppfyllt þar sem einu tengslin milli framleiðenda/söluaðila væru þegar kaupin ættu sér stað. Sala búnaðar sem nota mætti til eintakagerðar fæli ekki í sér hlutdeildarábyrgð ef ljóst væri að búnaðurinn væri notaður í verulegum mæli til löglegra athafna. Talið var að upptaka einstaklinga á sjónvarpsefni til að gera þeim kleift að horfa á viðkomandi efni á öðrum tíma en útsending þess var félli undir undantekningarregluna um „fair use“ og væri því lögleg. Það væri meg- innotkun slíkra upptökuvéla. Af því leiddi að forsvarsmenn vídeóupptökuvél- anna voru sýknaðir af hlutdeildarábyrgð. Hæstiréttur í Grokster málinu taldi að undirréttur hefði ranglega metið að ekki væri hægt að fella ábyrgð á forsvarsmenn skráardeiliforritanna vegna fordæmis í Betamax málinu. Í því máli hefði ekki legið fyrir að forráðamenn vídeóupptökuvélanna hefðu hvatt til höfundaréttarbrota. Tekið var fram að ekkert í Betamax málinu krefðist þess að dómstólar horfðu fram hjá ásetn- ingi til brots ef um slíkt væri að ræða og niðurstöðu í því máli hafi ekki verið ætlað að koma í veg fyrir reglur um sakarábyrgð byggða á fordæmi.83 Talið var að fyrir lægi sönnun um ólögmætan tilgang forsvarsmanna skráardeili- forritanna í málinu. Í fyrsta lagi þótti sannað að stefndu hefðu meðvitað beint markaðssetningu forritanna til fyrri notenda Napster jafningjanets- 80 Ibid., bls. 10-13. 81 Sony Corp. v. Universal City Studios, Supreme Court of the US, 17. janúar 1984, dóm- ur aðgengilegur á vefslóðinni http://caselaw.lp.findlaw.com/scripts/getcase.pl?court=us&vo- l=464&invol=417, síðast sótt 24. október 2006. 82 Hugtakið „fair use“ er að finna í bandarísku höfundalögunum frá 1976 (Section 107) og vísar til athafna sem ekki teljast vera brot á höfundarétti ef þær eru gerðar í tengslum við gagn- rýni, tilvísana, fréttaflutnings, kennslu eða rannsókna, sjá nánar Sterling: World Copyright Law, bls. 453-459. 83 Metro-Goldwyn-Mayer v. Grokster, Supreme Court of the US, bls. 17.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.