Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 73
416
af ásetningi hvatt til brota og óbein/hlutlæg ábyrgð stofnaðist ef viðkomandi
aðili hagnaðist á frumbrotum án þess að reyna að koma í veg fyrir brotin.80
Á öllum dómstigum var vitnað í niðurstöðu hins svokallaða Betamax máls,
en sá dómur féll í Hæstarétti Bandaríkjanna árið 1984.81
Í því máli var fjallað um hvort framleiðendur og söluaðilar Betamax vídeóupp-
tökuvéla, sem voru þá nýkomnar á markað, væru meðábyrgir fyrir höfundarétt-
arbrotum sem kaupendur vélanna hugsanlega fremdu með því að taka upp efni
sem verndað væri höfundarétti úr sjónvarpi. Niðurstaða Hæstaréttar í því máli
var að svo væri ekki. Tekið var fram að höfundaréttarvernd byggði alfarið á sett-
um lögum og að í málum sem þessum þar sem löggjafarþingið hefði ekki markað
stefnuna bæri að fara varlega í að dæma að um höfundaréttarbrot væri að ræða.
Áréttað var að einstaklingar hefðu rétt til eintakagerðar á grundvelli „fair use“82
heimildarinnar. Ekki var talið nægilegt til að fella ábyrgð á aðila að hann hefði
útvegað búnað sem mögulega mætti nota til höfundaréttarbrota og hvatt til að-
gerða sem hugsanlega gætu talist höfundaréttarbrot í auglýsingum. Skilyrðið um
að aðili hefði tök á að hafa eftirlit með notum annarra á höfundavernduðu efni
væri ekki uppfyllt þar sem einu tengslin milli framleiðenda/söluaðila væru þegar
kaupin ættu sér stað. Sala búnaðar sem nota mætti til eintakagerðar fæli ekki í
sér hlutdeildarábyrgð ef ljóst væri að búnaðurinn væri notaður í verulegum mæli
til löglegra athafna. Talið var að upptaka einstaklinga á sjónvarpsefni til að gera
þeim kleift að horfa á viðkomandi efni á öðrum tíma en útsending þess var félli
undir undantekningarregluna um „fair use“ og væri því lögleg. Það væri meg-
innotkun slíkra upptökuvéla. Af því leiddi að forsvarsmenn vídeóupptökuvél-
anna voru sýknaðir af hlutdeildarábyrgð.
Hæstiréttur í Grokster málinu taldi að undirréttur hefði ranglega metið
að ekki væri hægt að fella ábyrgð á forsvarsmenn skráardeiliforritanna vegna
fordæmis í Betamax málinu. Í því máli hefði ekki legið fyrir að forráðamenn
vídeóupptökuvélanna hefðu hvatt til höfundaréttarbrota. Tekið var fram að
ekkert í Betamax málinu krefðist þess að dómstólar horfðu fram hjá ásetn-
ingi til brots ef um slíkt væri að ræða og niðurstöðu í því máli hafi ekki verið
ætlað að koma í veg fyrir reglur um sakarábyrgð byggða á fordæmi.83 Talið
var að fyrir lægi sönnun um ólögmætan tilgang forsvarsmanna skráardeili-
forritanna í málinu. Í fyrsta lagi þótti sannað að stefndu hefðu meðvitað
beint markaðssetningu forritanna til fyrri notenda Napster jafningjanets-
80 Ibid., bls. 10-13.
81 Sony Corp. v. Universal City Studios, Supreme Court of the US, 17. janúar 1984, dóm-
ur aðgengilegur á vefslóðinni http://caselaw.lp.findlaw.com/scripts/getcase.pl?court=us&vo-
l=464&invol=417, síðast sótt 24. október 2006.
82 Hugtakið „fair use“ er að finna í bandarísku höfundalögunum frá 1976 (Section 107) og
vísar til athafna sem ekki teljast vera brot á höfundarétti ef þær eru gerðar í tengslum við gagn-
rýni, tilvísana, fréttaflutnings, kennslu eða rannsókna, sjá nánar Sterling: World Copyright
Law, bls. 453-459.
83 Metro-Goldwyn-Mayer v. Grokster, Supreme Court of the US, bls. 17.