Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 74
417
ins84 sem fyrir lá að hefðu aðallega verið að deila með sér ólöglegum skrám.85
Í öðru lagi þá taldist það styrkja kenninguna um ólöglegan ásetning að hvor-
ugur stefndu reyndi að þróa síur eða annan búnað til að minnka möguleika
á að brot væru framin með hugbúnaðinum.86 Í þriðja lagi lá fyrir að það voru
hagsmunir stefndu að forritin væru í sem mestri notkun þar sem þeir seldu
auglýsingar sem birtust á skjám notenda forritsins.87 Þessi þrjú atriði metin
saman leiddu til þeirrar niðurstöðu að sannað þætti að fyrir lægi ásetningur
til ólögmæts athæfis.88 Stefndu voru því taldir meðábyrgir í brotum notenda
skráardeiliforritanna sem sannað þótti að lægju fyrir í „gríðarlegum“ mæli
og málið sent til baka til réttrar meðferðar.89
Nokkrum mánuðum síðar náðist samkomulag milli stefnenda og stefnda
Grokster sem fól í sér að dreifingu og notkun Grokster forritsins og jafn-
ingjanetsins var hætt.90 Þrátt fyrir að höfundaréttarhafar hafi unnið í
Grokster málinu er ekki þar með sagt að ábyrgð verði sjálfkrafa lögð á for-
svarsmenn skráardeiliforrita og jafningjaneta sem notast við „FastTrack“
tæknina. Það var ekki tæknin sjálf sem taldist ólögmæt heldur framferði
forsvarsmannanna, þ.e. talið var að þeir hefðu hvatt til brotanna í þessu til-
tekna máli.91 Þegar sambærileg mál eru skoðuð þarf því að kanna þann þátt
sérstaklega.92
2.2.2 Ástralska Kazaa málið
Það var hollenska fyrirtækið Kazaa B.V. sem hafði þróað ofurhnúta-
tæknina „FastTrack“ sem notuð var af stefndu í Grokster málinu. En mála-
ferlin í „Kazaa I“ málinu í Hollandi urðu til þess að upphafsmennirnir seldu
forritið árið 2002 til ástralska fyrirtækisins Sharman Networks.93 Því var
haldið fram á vefsíðu Kazaa í byrjun árs 2004 að forritið væri mest notaða
skráardeiliforritið í heimi. Þá höfðu rúmlega 317 milljónir manna hlaðið því
84 Sjá umfjöllun um A&M Records v. Napster, Inc., 12. feb. 2001 (US Court of Appeals for the
Ninth Circuit) hér að framan.
85 Metro-Goldwyn-Mayer v. Grokster, Supreme Court of the US, bls. 21-22.
86 Ibid., bls. 22.
87 Ibid., bls. 22.
88 Ibid., bls. 23.
89 Ibid., bls. 23-24.
90 Sjá frétt á heimasíðu „Recording Industry Association of America“ (RIAA) þann 7. nóv-
ember 2005, á slóðinni http://www.riaa.com/News/newsletter/110705_2.asp. Dómur hefur
einnig fallið nýlega í málinu gegn Streamcast Networks, Inc., sjá frétt á heimasíðu RIAA þann
27. september 2006, á slóðinni http://www.riaa.com/News/newsletter/092706.asp.
91 Sjá Radcliff, M. F.: „Grokster: The new law of third party liability for copyright infringe-
ment under United States law“. Computer Law & Security Report, 22. árg., 2. tbl., 2006, bls.
144-146, sjá á slóðinni http://www.sciencedirect.com/science/journal/02673649, síðast sótt 26.
október 2006.
92 Sjá McDermott, R. og Bracken, J.: „MGM v Grokster and what it means for the future of
P2P sharing“. World Copyright Law Report, dags. 23. mars 2006, sótt á netið 31. ágúst 2006 á
heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.com.
93 Sjá umfjöllun um Kazaa á www.wikipedia.org.