Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 74
417 ins84 sem fyrir lá að hefðu aðallega verið að deila með sér ólöglegum skrám.85 Í öðru lagi þá taldist það styrkja kenninguna um ólöglegan ásetning að hvor- ugur stefndu reyndi að þróa síur eða annan búnað til að minnka möguleika á að brot væru framin með hugbúnaðinum.86 Í þriðja lagi lá fyrir að það voru hagsmunir stefndu að forritin væru í sem mestri notkun þar sem þeir seldu auglýsingar sem birtust á skjám notenda forritsins.87 Þessi þrjú atriði metin saman leiddu til þeirrar niðurstöðu að sannað þætti að fyrir lægi ásetningur til ólögmæts athæfis.88 Stefndu voru því taldir meðábyrgir í brotum notenda skráardeiliforritanna sem sannað þótti að lægju fyrir í „gríðarlegum“ mæli og málið sent til baka til réttrar meðferðar.89 Nokkrum mánuðum síðar náðist samkomulag milli stefnenda og stefnda Grokster sem fól í sér að dreifingu og notkun Grokster forritsins og jafn- ingjanetsins var hætt.90 Þrátt fyrir að höfundaréttarhafar hafi unnið í Grokster málinu er ekki þar með sagt að ábyrgð verði sjálfkrafa lögð á for- svarsmenn skráardeiliforrita og jafningjaneta sem notast við „FastTrack“ tæknina. Það var ekki tæknin sjálf sem taldist ólögmæt heldur framferði forsvarsmannanna, þ.e. talið var að þeir hefðu hvatt til brotanna í þessu til- tekna máli.91 Þegar sambærileg mál eru skoðuð þarf því að kanna þann þátt sérstaklega.92 2.2.2 Ástralska Kazaa málið Það var hollenska fyrirtækið Kazaa B.V. sem hafði þróað ofurhnúta- tæknina „FastTrack“ sem notuð var af stefndu í Grokster málinu. En mála- ferlin í „Kazaa I“ málinu í Hollandi urðu til þess að upphafsmennirnir seldu forritið árið 2002 til ástralska fyrirtækisins Sharman Networks.93 Því var haldið fram á vefsíðu Kazaa í byrjun árs 2004 að forritið væri mest notaða skráardeiliforritið í heimi. Þá höfðu rúmlega 317 milljónir manna hlaðið því 84 Sjá umfjöllun um A&M Records v. Napster, Inc., 12. feb. 2001 (US Court of Appeals for the Ninth Circuit) hér að framan. 85 Metro-Goldwyn-Mayer v. Grokster, Supreme Court of the US, bls. 21-22. 86 Ibid., bls. 22. 87 Ibid., bls. 22. 88 Ibid., bls. 23. 89 Ibid., bls. 23-24. 90 Sjá frétt á heimasíðu „Recording Industry Association of America“ (RIAA) þann 7. nóv- ember 2005, á slóðinni http://www.riaa.com/News/newsletter/110705_2.asp. Dómur hefur einnig fallið nýlega í málinu gegn Streamcast Networks, Inc., sjá frétt á heimasíðu RIAA þann 27. september 2006, á slóðinni http://www.riaa.com/News/newsletter/092706.asp. 91 Sjá Radcliff, M. F.: „Grokster: The new law of third party liability for copyright infringe- ment under United States law“. Computer Law & Security Report, 22. árg., 2. tbl., 2006, bls. 144-146, sjá á slóðinni http://www.sciencedirect.com/science/journal/02673649, síðast sótt 26. október 2006. 92 Sjá McDermott, R. og Bracken, J.: „MGM v Grokster and what it means for the future of P2P sharing“. World Copyright Law Report, dags. 23. mars 2006, sótt á netið 31. ágúst 2006 á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.com. 93 Sjá umfjöllun um Kazaa á www.wikipedia.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.