Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 75
418 niður og talið var að það væri notað í tæplega 80% allra jafningjaneta.94 Jafningjanetið byggði á tvöföldu kerfi, löglegum skrám, þ.e. sem fyrirtækið hafði fengið heimild fyrir hjá rétthöfum að nota í netinu, og síðan ólöglegum skrám sem notendur skiptust á sín á milli. Þær voru í miklum meirihluta.95 Í febrúar 2004 fóru allir helstu rétthafar tónlistar í Ástralíu og víðar fram á að gefin yrði leitar- og upptökuheimild á forsvarsmenn Kazaa jafningjanetsins. Sú heimild var veitt og með því hófust málaferli sem lauk með dómi Sam- bandsdómstóls Ástralíu í málinu „Universal Music Australia Pty Ltd gegn Sharman License Holdings Ltd“ þann 5. september 2005.96 Stefnt var fyrir brot á höfundarétti, brot á lögum um réttmæta við- skiptahætti og samsæri. Dómurinn vísaði tveimur síðarnefndu atriðunum frá.97 Sömuleiðis aftók dómurinn að um bein höfundaréttarbrot hefði verið að ræða hjá forráðamönnum jafningjanetsins en kannaði þess í stað hvort um ábyrgð gæti verið að ræða með því að forráðamennirnir hefðu án heim- ildar „heimilað“98 öðrum athafnir99 sem væru verndaðar að höfundarétti, sbr. 101 grein áströlsku höfundalaganna.100 Niðurstaða dómsins var að svo væri. Rökstuðningur dómarans fyrir því var eftirfarandi: Í fyrsta lagi þá vissu stefndu, að þrátt fyrir að á heimasíðu þeirra væri viðvörun um að ekki mætti skiptast á höfundavernduðum skrám án leyfis rétthafa og að notend- ur þyrftu að samþykkja að brjóta ekki höfundalög, þá voru þessar ráðstaf- anir augljóslega gagnslausar og að Kazaa jafningjanetið væri notað í ríkum mæli til að dreifa höfundavernduðu efni án heimildar. Í öðru lagi þá væru til tæknilegar ráðstafanir sem myndu gera forráðamönnum Kazaa jafningja- netsins kleift að draga verulega úr skráarskiptingum með höfundaverndað efni. Þær hefðu stefndu ekki nýtt sér enda væri það þeirra hagsmunir að jafningjanetið væri sem mest nýtt þar sem það yki auglýsingatekjur þeirra. Í þriðja lagi þá hefðu forráðamenn Kazaa, í stað þess að reyna að koma í veg fyrir skráarskipti með höfundaréttarverndað efni, hvatt til þeirra á heima- 94 Sjá samantekt dómara Sambandsdómstóls Ástralíu (Federal Court of Australia) í mál- inu Universal Music Australia Pty Ltd gegn Sharman License Holdings Ltd, [2005] FCA 1242, dags. 5. september 2005, (hér nefndur Kazaa II dómurinn), sjá vefslóðina http://www.austlii. edu.au//cgi-bin/disp.pl/au/cases/cth/federal_ct/2005/1242.html?query=Universal%20Music %20Australia, síðast sótt 26. október 2006, bls. 3 í útprenti. 95 Ibid., bls. 3. 96 Ibid., sjá upphafskafla dómsins, málsgreinar 3-30. 97 Ibid., samantekt dómarans, bls. 3 og 6 í útprenti. 98 Á ensku „authorise“. Sjá í þessu sambandi skilgreiningu á „authorisation“ í Sterling: World Copyright Law, bls. 988. 99 Hér er um nokkurs konar meðábyrgð að ræða en athuga skal í þessu sambandi að dóm- arinn taldi að litla aðstoð væri að fá í þessu máli frá niðurstöðu Hæstaréttar BNA í Grokster- málinu aðallega vegna þess að ekki væri um hliðstæður við ástralskan höfundarétt að ræða í bandarískum höfundarétti, sbr. mgr. 30 í Kazaa II dómnum. 100 Copyright Act 1968 - Section 101, sjá viðkomandi grein á slóðinni: http://www.austlii. edu.au/au/legis/cth/consol_act/ca1968133/s101.html, sjá umfjöllun í mgr. 352-361 í Kazaa II dómnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.